Réttur


Réttur - 01.06.1955, Síða 48

Réttur - 01.06.1955, Síða 48
176 RÉTTTJR getur, voru með öllu brostnar. Þjóðvamarflokkurinn var ekki fáanlegur til að vera með í samsteypunni og um samvinnu við Alþýðuflokkinn sem heild gat ekki verið að ræða, heldur einungis hægri foringjana. Á sama tíma kom saman í Reykjavík fullskipaður fund- ur sambandsstjórnar Alþýðusambandsins ásamt fulltrúum frá fjórðungssamböndunum og Fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna í Reykjavík. Fundur þessi sendi þingi Framsókn- arflokksins bréf og voru aðalatriði þess sem hér segir: Skorað var á Framsóknarflokkinn að mynda nú þegar vinstri stjórn, ásamt öðrum andstöðuflokkum Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi, og starfaði hún út kjörtímabilið. Varað var við kosningum í sumar, þar sem allt benti til þess að þær yrðu háðar í því skyni að fá rýmri hendur á eftir til aðgerða í efnahagsmálum í fullri andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Tilkynnt var, að ef samt sem áður yrði efnt til kosn- inga, mundi Alþýðusambandið beita sér fyrir samvinnu vinstri manna í þeim kosningum á grundvelli stefnuyfir- lýsingar sambandsins. Bréfið til Framsóknarþingsins var á þessa leið: ,,Á fundi fullskipaðrar sambandsstjórnar Alþýðusam- bands Islands og fulltrúa frá fjórðungssamböndum þess og Fulltrúaráði verkalvðsfélaganna í Reykjavík höldnum í dag var einróma samþykkt að senda flokksþingi Fram- sóknarflokksins eftirfarandi ályktun: Miðstjórn Alþýðusambands Islands hefur undanfarna mánuði leitað eftir möguleikum á því. að allir vinstri flokk- arnir í landinu mynduðu með sér ríkisstiórn. sem í aðal- atriðum markaði stefnu sína á grundvelli þeirrar stefnu- yfirlýsingar, sem Alþýðusambandið hefur lagt fram og birt opinberlega. Alþýða manna hefur af miklum áhuga fylgzt með þess- um tilraunum Alþýðusambandsins, og fullyrða má að fylgi frjálslyndra manna í landinu hefur farið dagvaxandi við

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.