Réttur


Réttur - 01.06.1955, Side 59

Réttur - 01.06.1955, Side 59
RÉTTUR 187 Neistar Verkamannasamtökin Eftirfarandi kaflar eru teknir úr rœðu, sem Þorsteinn Erlingsson flutti á fundi í Verkamannafélaginu Dagsbrún sunnudaginn milli jóla og nýárs 1912, og birt er í 1. árgangi Réttar: En fyrst það er hvorki skortur á félagslyndi, heimska né fé- leysi, sem hrindir okkur niður í vesaldóminn fremur en hinum — hvað í ósköpunum er það þá? Eg fullyrði ekki að eg hitti á rétta svarið. En eg skal segja ykkur það samt. Fyrir mér er það ekkert vafamál — það er skortur á mentun, sem mest ber á milli — BEINLÍNIS SKORTUR Á ÞEKKINGU. Talið þið við verkamenn og iðnaðarmenn í Danmörku og á Englandi. Það þarf ekki langt að leita til þess að finna þá menn þar, sem eru betur að sér í félagsfræði og skilja atvinnu- og við- skiftalífið stórum betur en þeir menn flestir hér á landi, sem lærðir eru kallaðir. (Einn ólærðan mann gæti ég undanskilið, Benedikt frá Auðnum í Þingeyjarsýslu, og fleiri samherja hans í því héraði). Og hvernig ætti annað að vera? Erlendis hafa verkamenn blöð sín og tímarit tiltölulega góð og ódýr og fjölda smábæklinga, sem fræða þá og koma þeim í skilning um orsakir þess, sem gerist í kringum þá á félagslífs og viðskiftasviðinu ■— hvað veldur dýrleika á nauðsynjum þeirra, gróðafýkn og sam- tökum auðmanna og óframsýni og samtakaleysi á hinu leitinu. Fræða þá um hvað veldur atvinnuleysi o.s.frv. Það eru jafnan sömu meinsemdirnar. Fólkið lærir því að skilja, að þesskonar geti ekki lagast fyrri en alþýðan sjálf sé orðin svo menntuð að hún geti tekið að sér alla framleiðslu og vöruskifti, og hafi fyrir aug- um allsherjargagn, en ekki gróðagræðgi einstakra manna. Að þessu stefna þeir — að menta sig og betra sem félagsbræður. Til þessa leita þeir styrks og upphvatningar hvaðan sem þeir fá hana veitta af heilum hug. í þessum anda ala þeir upp böm sín.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.