Réttur


Réttur - 01.06.1955, Qupperneq 60

Réttur - 01.06.1955, Qupperneq 60
188 BÉTTUR Þetta mentar þá — gerir þá víðsýna. Þeir læra það, að nauðsyn heildarinnar er nauðsyn hvers einstaklings. Að vera heildinni trúr er það sama og að vera sjálfum sér trúr. Þetta kemst svo í blóðið, að þeim finst það jafnsjálfsagt og að haga sér siðsam- lega. Að vekja tortryggni hver til annars — að laumast af krónu hagnaði að baki félaga sinna — telja þessir samtakamenn erlendis stórsvik við heildina og svívirðing á sóma einstaklingsins. Þetta finst þeim samskonar ódæði eins og okkur virðist það vera, að meiða barn eða annað þvílíkt. — Þeim dettur naumast í hug að bregðast tiltrúnni, og börnunum er kent að varast það eins og eggjárn og eld. -----Keisarar Þýzkalands og Rússlands og aðrir stjómendur stórveldanna, væru ekki hræddir og skylfu ekki eins og smágrein- ar í stórviðri — fyrir fátækum iðnaðarmönnum, daglaunamönn- um og öðrum smælingjum — ef þetta væru aðeins lausingjar, sem hlaupið hefðu saman snöggvast til hagnaðar sér í svipinn, en væru siðspiltir menn og mentunarlitlir, til búnir að tortryggja og svíkja hvor annan á morgun. Nei.-----En kynslóð, sem vinnur á daginn og ver öllum kvöld- um sínum og litlu frístundum til þess að menta sig, og sínum litlu fátæklingsaurum til menningar sér og félagsnauðsynju, og ennfremur elur börn sín upp í því að vera sjálfum sér og félag- inu trú og réttlát við alla. — Slíka menn óttast æðri stéttir og stjórnarvöld ríkjanna. Því að þeir vinna í lið með sér alla beztu og réttlátustu menn þjóðanna, og þeir munu erfa ríkið og völdin. Eg geri ráð fyrir að ykkur sé það nú ljóst orðið, af því sem eg hefi sagt, að samtök og samvinna verkalýðsins sé óumflýjanleg, ef hann á ekki að verða troðinn undir fótum, og lifa af náð því lífi, sem auðvaldi og ráðandi stéttum þykir nægja. Lífið sjálft og reynslan sýnir okkur þetta alstaðar í smáu sem stóru. Okkur finst það sjálfsagt að margir menn sameini sig um að hrinda sex-æring fram og setja hann upp, þegar einn maður getur það ekki. Og jafnljóst ætti það að vera, að sameina sig um að gera lífskjör sín og sinna skárri, þegar reynslan hefir sýnt að ein- staklingurinn getur það ekki einn út af fyrir sig. Til þess að ná valdi á heimsmarkaðinum og skattgilda okkur eftir vild, hefir orðið að laða og kúga fjölda smáfélaga í steinolíuhringinn, stál- hringinn, sykurhringinn og alla aðra hringi, jafnvel í sameinaða gufuskipafélagið danska. Sjálf villidýrin hópa sig, þegar háski er á ferðum. — Mosk- usnautin skipa sér í stóran hring, ef háska ber að, og snúa höfð- unum út og hölunum inn í hringinn, og hafa þar innan í kálf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.