Réttur


Réttur - 01.06.1955, Síða 63

Réttur - 01.06.1955, Síða 63
RÉTTUR 191 arskipunina, hermannastéttina, aðalinn, stóriðnaðarkonungana, milljónaspekúlantanna o.s frv. Enn aðrir skella skuldinni á hinn vopnaða frið, herbúnaðinn, ríkisskuldimar. Margir þykjast finna fullgildar orsakir í náttúrlegum og ólíkum þjóðemum og kyn- kvíslum mannanna, sem hljóti að keppa hvert við annað, útrýma hvert öðru og gera stríðið þannig óumflýjanlegt og jafnvel rétt- mætt. Og loks eru þeir, sem skella skuldinni blátt áfram á guð og lögmál lífsins, segja að jarðh'fið sé nú svona gert, náttúran fram- leiði hvarvetna meira líf en lífsskilyrði, og stríðið og aðrar hörm- ungar mannlífsins sé meðöl náttúrunnar til þess að tempra of- vöxt lífsins. (Maltus prestur). Síðasttalda úrlausnin er hin versta og fólslegasta, því hún er sama sem að neita allri framsókn og umbótum, en gera guð að illgjörnum og bruðlandi harðstjóra. í hinum úrlausnunum öll- um er einhver sannleiksneisti, en ekki heldur meira. Orsakirn- ar liggja dýpra. Sé ofstopa drottnendanna um að kenna, er það þá ekki vegna þess, að mennimir sjálfir hafa, með skipulagi, sem þeim er sjálfrátt, fengið þeim of mikið vald, nema svo sé, að vald þeirra sé beint frú guði, og því trúa víst fáir nú. Sama er að segja um stéttaskipunina, herbúnaðinn og ríkisskuldirnar AUt eru það mannasetningar og algerlega á valdi þeirra sjálfra. Og sé orsakanna leitað í ólikum þjóðernum og kynflokkum, þá ber raunar enn að sama brunni. Því hvað er það, sem skilur þjóð- flokkana? Um hvað eru þeir að berjast? Eru það ekki einkaumráð yfir einhverjum náltúrugæðum, sú aðstaða að geta útilokað aðra frá þeim og setið einir að þeim, eins og rándýr, sem fer ein- förum, af því að ekki sé nóg rúm á jarðarhnettinum fyrir mannfólkið, eða gæði hans og lífsskilyrði væru úttæmd, þótt reynsla og vísindi hafi fyrir löngu sýnt, að lífsskilyrðin eru ótæmandi, og verða því fleiri og betri, sem fólkinu fjölgar meir, ef þau eru skynsamlega hagnýtt. Að lífsskilyrðin sýnast svo lítil og þröng, kemur eingöngu af því, að mennirnir hafa ekki enn lært að nota þau á annan hátt en viltar rándýra- hjarðir gera, en ekki með samhjálp og friði. Það liggur því eingöngu í heimskulegum mannasetningum, öfugu skipulagi, en ekki í óviðráðanlegum lögum náttúrunnar og lífsins. Geti mennirnir séð þetta, og sannfærzt um það, þá fyrst verður stríðinu útrýmt úr mannlífinu, en fyrr ekki, því þá eru þess sönnu orsakir fundnar og viðurkenndar; þá hætta menn að skella skuldinni á guð almáttugan og heyja stríð í hans nafni; þá fellur sú vitlausa kenning um sjálfa sig, að guð sé sá, sem gerir fá- tækan og ríkan, voldugan og vesælan.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.