Réttur - 01.01.1959, Page 4
BRUNO FREI:
Tengiviðbrögd
(Söguleg frásögn)
„Ég þakka prófessor James Chadwick, ljósbera brezkra vísinda,
hinum fræga uppgötvanda nevtrónanna, fyrir hið mikla ávarp
sem hann hefur heiðrað þessa virðulegu samkomu með. Ég
gef nú prófessor Joliot-Curie, sem ásamt konu sinni Irene hefur
í dag hlotið Nóbelsverðlaunin í efnafræði, orðið." Forsetinn
settist Bláa salnum í ráðhúsinu í Stokkhólmi hafði verið breytt
í veizlusal flóandi í hátíðlegu ljósi. Við borð sem skreytt var
blómum, silfri og kristalli sat konungurinn í öndvegi ásamt hirð-
fólki, orðuprýddum sendiherrum erlendra ríkja, Nóbelsverð-
launahöfum og fleira stórmenni og fögrum konum í glæstum
klæðum.
Allra augu beindust að unglegum manni með skarpa and-
litsdrætti og ákveðinn svip. Þessi 35 ára gamli maður með
stuttklippt svart hár og ofurlítið hæðnislegt bros á vör leit helzt
út fyrir að vera einhver óbreyttur stúdent, og dökkklædda kon-
an sem sat við hlið hans virtist dálítið eldri en hann. Hann
hafði óvenjulega hátt enni og leiftrandi augu sem báru vott um
skýra hugsun. Iréne kunni ekki sem bezt við sig þarna. Hújn
hefði miklu fremur viljað sitja við vinnu sína í efnarannsókn-
arstofunni. Skyldi nú öllu líða vel heima? Minning föðurins,
Pierre Curie, hvarflaði um hug hennar. Hið skyndilega fráfall
hans hafði verið bæði hræðilegt og sviplegt. Þá var hún aðeins
lítil skólatelpa. Ari áður en slysið vildi til voru foreldrar henn-
ar einnig staddir í Stokkhólmi til að veita viðtöku Nóbelsverð-
launum. Síðan voru liðin 30 ár. A þessum sama stað hafði
Pierre Curie skýrt ótta uppfinningamannsins í þessum friði
sneydda heimi og harmað hann. Varla höfðu þau Marie og
Pierre Curie fyrr fundið undraefnið radíúm en þau tóku að ótt-
ast að það yrði fremur notað mannkyninu til bölvunar en
1