Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 6
6
EÉTTDE
★
Fjögur ár liðu. Þá bentu Joliot-Curie hjónin á það að fram-
kvæmanleg væru tengiviðbrögð með klofning úranatóms. Það
var þegar kunnugt fyrir tilraunir Ottos Hahns og F. Strassmanns
að árekstur úranatóma og leystra nevtróna mundi kljúfa atóm-
kjarnann. En til þess að hafa hemil á þessum tengiviðbrögðum
þurfti á nýju efni að halda. Arið 1939 var „þungt vatn" notað
í þessu skyni.
I kyrrlátri götu, Rue des Ecoles, nálægt Sorbonneháskólan-
um, sám þau Curie hjónin á alvarlegri ráðstefnu ásamt sam-
starfsmönnum sínum. Hitler hafði með því að ráðast á Pólland
komið af stað nýrri heimsstyrjöld. Frakkland og England voru
í stríði við Þýzkaland. Vísindamennirnir fundu til hinnar miklu
ábyrgðar sem á þeim hvíldi. Eitthvað varð að aðhafast til varn-
ar. I tvö ár hafði nú staðið tilbúinn kjarnakljúfur í kjallara
húss eins við Jean de Beauvais-götu í París. Þrjátíu tonna þung
vél sem til þess var gerð að leysa nevtrónur úr atómkjarna.
Bandaríkjamaður einn hafði fundið upp þetta nýja áhald. Eng-
in slík tæki önnur voru til á meginlandi Evrópu. Vísindamenn
voru komnir á góðan rekspöl með að framkvæma í ríkum
mæli tengiviðbrögð og stjórna þeim. Draumurinn í Stokkhólms-
veizlunni var að rætast. Það sem nú skorti helzt var nægilega
mikið af „þungu vatni".
Bandaríkjamaðurinn Harold Urey hafði uppgötvað að í öllu
vatni var, þó í litlum mæli, H-atóm sem voru helmingi þyngri
en lannars í vatni. Væri þetta vatn hitað upp í 102,5 stig varð
það 10% þyngra en venjulegt vatn. Væru nevtrónurnar sem
losnuðu við kjarnaklofninguna látnar fara gegnum þetta þunga
vatn minnkaði hinn ógurlegi hraði þeirra svo að í staðinn fyr-
ir eyðileggjandi sprengingu var kominn hagnýtur kraftur.
Þetta þunga vatn var framleitt í verksmiðju aðeins á einum
stað í Evrópu, í smáþorpinu Rjúkan á Þelamörk. Fransk-norskt
félag hafði stofnsett þar áburðarverksmiðju, en þar að auki var
framleitt þar þungt vatn, 300 grömm á dag.
Með sigri Hitlers mundi nýtt miðaldamyrkur færast yfir mann-
kynið, saga mannkynsins glata öllum tilgangi, framfarir allar