Réttur - 01.01.1959, Page 10
10
R E T T U R
tekin í sundur og send til Þýzkalands. Þessi skipun var þó fljótt
afturkölluð. Eðlisfræðingarnir sem voru hershöfðingjanum til að-
stoðar fullvissuðu yfirboðara sína um það að vandfundinn væri
maður í Þýzkalandi sem kynni að fara með kjarnakljúf þennan.
Hentugra mundi vera að láta nokkra fagmenn koma þaðan til
Parísar. Auðvelt mundi reynast að fá Frakka til að láta þessa
undravél starfa fyrir Þjóðverja; ef í nauðir rekur var Gestapo á
staðnum.
Gentner var undarlegur maður, allt öðruvísi en menn venjulega
hugsuðu sér Þjóðverja. Honum var fengið það hlutverk að vaka
yfir starfi frönsku vísindamannanna og sérstaklega tilraunum
þeirra með kjarnorku og gefa herstjórninni nákvæmar skýrslur.
Hinn ungi þýzki eðlisfræðingur var kvæntur svissneskri konu.
Viðmót hans var öðruvísi en liðsforingjanna þýzku og hinna
borgaralegu embættismanna hernámsstjórnarinnar. Það leyndi
sér ekki að Gentner hafði samúð með frönsku prófessorunum.
Það var fljótt að fréttast í París að unnið væri í rannsóknar-
stofum franskra vísindamanna undir stjórn Þjóðverja. Gat það
verið að prófessor Joliot-Curie starfaði fyrir hið hataða hernáms-
lið? Víst var að hann tók á móti mörgum lærðum mönnum og
stundum á einkennilegum tíma. Oft fóru þau hjónin í langar
gönguferðir með þunga bakpoka. Þýzka herlögreglan reyndi
árangurslaust að komast að því hvaðan frönsku skæruliðarnir
fengju sprengiefnið sem þeir sprengdu með í loft upp herflutn-
ingalestir Þjóðverja. Það voru ekki margir sem vissu að 18 leyni-
legar vopnaverksmiðjur, flestar fáskrúðug verkstæði, voru undir
stjórn Joliot-Curie, og að foringi andspyrnuhreyfingar efna- og
eðlisfræðinga var enginn annar en maðurinn sem fékk Nóbels-
verðlaun fyrir uppgötvun sína á sviði kjarnorkuvísinda.
„Yður mun þykja fróðlegt að vita, prófessor," sagði Gentner
einn daginn, „að þýzka hernaðarráðuneytið hefur komizt að því
að framleiðsla „þungs vatns" í Rjúkan árið 1942 er 1500 lítrar.
Þessi ló5 kíló sem þér komuð undan eru ekki lengur mikilsvirði.
En þér þurfið ekki á neinu undravopni að halda, heimagerðu
handsprengjurnar yðar duga." Frakkanum var bilt við þessa ræðu.
„Eg ráðlegg yður að vera gætinn," hélt Gentner áfram, „takið
i