Réttur - 01.01.1959, Page 11
RÉTTUR
11
ekki á móti vinum yðar nema þegar ég er viðstaddur, það er ekki
eins grunsamlegt.”
Mennirnir horfðust í augu. Fleiri orð fóru ekki milli þeirra.
Þetta var líka Þjóðverji, hugsaði Frakkinn, en það kemur að því
að maður verður að reiða sig á einhvern Þjóðverja ef friður á að
komast á í Evrópu.
Aður en Gentner að lokum var grunaður af Gestapo og fjar-
lægður varaði hann prófessorinn við eftirmanni sínum. Þýzka
herstjórnin væri æf yfir því hve illa gengi að fá upplýsingar um
það sem átti að verða undravopn hennar. Fernand Halweck, for-
stjóri rannsóknardeildar radíumstofnunarinnar, hafði verið kval-
inn til dauða, og þó misstu Joliot-Curie og samstarfsmenn hans
ekki kjarkinn. Norska andspyrnuhreyfingin tafði fyrir því að
Þjóðverjar fengju „þungt vatn". I Englandi höfðu þeir Halban og
Kowarski afhent „þunga vatnið" og upplýsingar franskra vísinda-
manna, og í Stalíngrad hafði hryggurinn á þýzka hernum verið
brotinn og það var þyngra á metunum en nokkurt „þungt vatn."
Tveim dögum eftir að Bandaríkjamenn voru komnir til Parísar
kom amerískur vísindamaður og starfsmaður leyniþjónustu
Bandaríkjanna í rannsóknarstofu Joliot-Curie. Hann kvaðst vera
kominn til að afla sér upplýsinga um samstarf þýzkra og franskra
atomvísindamanna. Joliot-Curie var einmitt að búa til sprengjut
handa skæruliðunum þegar hann kom. Það birti yfir svip Banda-
ríkjamannsins þegar hann var fullvissaður um að ekki væri til
neitt þýzkt undravopn.
★
Á þriðju hæð skrifstofuhúss í Paris Avenue Foch var mikið um
að vera 15. desember 1948. Heillaóskagestir hópuðust saman fyr-
ir framan hurð sem á stóð: Skrifstofa kjarnorkunefndar.
Skrifstofustúlkurnar höfðu sett á skrifborð forstjórans blómker
með gladíólum, og meðal gestanna var sjálfur forsætisráðherrann.
Hann hafði fengið skeyti sem skýrði frá sögulegum atburði: „Vér
höfum þann heiður að tilkynna yður að um hádegi í dag var fyrsta
atómsúla á Frakklandi tekin í notkun." Undir skeytinu stóð:
Fréderic Joliot-Curie, forstjóri kjarnorkustofunarinnar.