Réttur - 01.01.1959, Page 14
14
EÍTTDR
friðarþingsins, sem komu frá flestum löndum heims, vegabréfs-
áritun.
,,Sannleikurinn ferðast án vegabréfsáritunar," svaraði Joliot-
Curie.
★
20. apríl 1949 kom fyrsta friðarþingið saman í París og sóttu
það fulltrúar frá 72 löndum. Friðardúfa Picassos prýddi stafninn
á þingsalnum. A sama tíma komu saman í þinghúsi í Prag þeir
fulltrúar sem neitað var um leyfi til að fara inn í Frakkland. Full-
trúar 600 milljóna manna hlusmðu á orð Joliot-Curie:
„Eg hætti ekki að draga upp framtíðarmyndir: Fyrir andvirði
eins bryndreka væri hægt að reisa tíu rannsóknarstofnanir til að
berjast gegn krabbameini eða tæringu og reka þær í hundrað ár.
Kostnaðurinn við 100 hermenn ásamt liðsforingjum þeirra er
jafnmikill og þyrfti til að stofnsetja rannsóknarstofu fyrir 40 vxs-
indamenn. — Kjarnorkusprengja og notkun hennar til múgmorða
er hin hræðilegasta misnotkun á vísindunum. — Hin geislavirku
efni sem framleidd eru í atómsúlunni má nota sem læknidóm
gegn sjúkdómum og drepsóttum. Og með tímanum munum við
geta tekið sólarorkuna í okkar þjónustu. — Ég get meira að
segja hugsað mér friðsamlega notkun kjarnorkusprengju. Eng-
inn vafi er á því að við getum mjög bráðlega rekið kjarnorku-
verin með hagnaði. —Við lifum á morgni atómaldar, erum í
líkum sporum og frummaðurinn þegar hann uppgötvaði eldinn.
Hann notaði hann til hitunar, lýsti upp myrkrið með honum
og eldaði mat við hann, en hann þekkti ekki gufuvél. •— Eru
vísindin ekki mikilvægasti grundvöllur sameiningu mannanna?
Að sökkva sér niður í rannsóknir á lögmálum náttúrunnar og
skiptast á upplýsingum um tilraunir, veitir það mönnum ekki
líkt hugarfar í leit að sannleikanum? Vísindamenn sem horfast
í augu við ábyrgð sína geta ekki verið hlutlausir. Þeir eru öðrum
mönnum fremur færir um að gera sér ljósa hina miklu lífsgleði
sem vísindin geta fært frjálsu mannkyni á jörðu hér."
FagnaSarlátunum var lokið, búið að slökkva á ljóskösturun-