Réttur - 01.01.1959, Page 25
R É T T U E
25
að þetta eru í raun og veru fráleitar leifar liðinna tíma. Allt
þetta kerfi mismununar í milliríkjaverzlun ætti löngu að vera
dautt og grafið og það án allrar vegsemdar.
Eins og yður er kunnugt, hafa Ráðstjórnarríkin jafnan verið
ótrauður boðberi þeirrar stefnu að efla alþjóðaviðskipti á grund-
velli jafnréttis og gagnkvæms ábata. Við erum óhagganlega
sannfærðir um, að efling verzlunar sé einmitt ákjósanlegur
grundvöllur friðsamlegrar samvinnu ríkja og gagnkvæms skiln-
ings þjóða í milli. Við teljum þetta stefnumið vera fyllilega sam-
kvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem skyldar öll hluttöku-
ríkin til að stuðla að eflingu vinsamlegra samskipta í anda
virðingar fyrir meginreglu jafnréttis allra þjóða og sjálfsákvörð-
unarréttar hverrar um sig.
Allir stöndum vér frammi fyrir óútkljáðum vandamálum. Þau
eru að vísu ekki öll jafnmikilvæg eða jafnaðkallandi. Sum varða
samskipti einstakra ríkja, önnur hagsmuni margra þjóða eða
heilla heimshluta. En eitt er það vandamál, sem allar þjóðir,
stórar og smáar og hvert sem þjóðfélagsskipulag þeirra er, von-
ast til, að ráðið verði fram úr. Það er afvopnunarvandamálið.
Undir úrlausn þessa vandamáls er það að miklu leyti komið,
hvort mannkynið á í vændum styrjöld með þeim ægilegu af-
leiðingum, er henni hlytu að fylgja, eða málstaður friðarins
reynist sigursæll. Þjóðirnar þrá frið. Þær vilja fá að lifa án
ótta um framtíðina, án þess að eiga á hættu að missa ástvini í
ógnareMi nýrrar styrjaldar.
Öldum saman hefur þjóðir heims dreymt um afnám hinna
tortímandi stríðsvopna. Kröfur um afvopnun hafa verið fram
bornar af beztu hugsuðum mannkynsins, mestu þjóðaleiðtogum
°g stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum þeim, er nátengdast-
ir hafa verið verkalýðsstéttinni. En í stað afvopnunar höfum
vér nú í áratugi mátt horfa upp á taumlaust vígbúnaðaræði.
Hver getur fullyrt í hreinskilni, að vígbúnaðarkeppnin hafi
stuðlað að lausn jafnvel einfaldasta vandamáls alþjóðasamskipta?
Sannleikurinn er sá, að hún flækir málin enn frekar og torveldar
tausn þeirra.
Aldrei áður í sögu mannkynsins hefur vopnaframleiðsla verið
rekin af slíku ofurkappi sem nú, og aldrei hefur henni verið
samfara annar eins háski og á þessari ö!d kjarnorku, rafeinda-
t*kni og geimfaravísinda.
Það er stutt síðan hraðskotabyssur, skriðdrekar, langdrægar
fallbyssur og flugvélasprengjur voru talin öflugust og ægilegust
eyðingarvopn. En er hægt að jafna þeim til þeirra vopna, sem
nu eru komin til sögunnar? Eins og nú er komið, myndi örð-