Réttur - 01.01.1959, Síða 32
32
R É T T U R
framkvæmdum, sem nú er varið til þess að framleiða morð-
tól. Mikilli starfsorku, sem nú fer til spillis, yrði unnt að beina
að því að skapa efnisleg og andleg verðmæti í því skyni að
fegra og göfga líf og starf mannkynsins.
Er almenn og alger afvopnun væri framkvæmd, yrði unnt að
verja geysilegum upphæðum fjár til þess að koma upp skól-
um, sjúkrahúsum, íbúðarhúsum, til að leggja vegi og til fram-
leiðslu á matvælum og öðrum nauðsynjum. Fjármagn það, sem
sparaðist, myndi gera það fært að lækka skatta að miklum
mun og færa niður vöruverð. Þetta myndi bæta lífsafkomu al-
mennings, og milljónir alþýðu um heim allan myndu fagna
þeim ráðstöfunum. Fyrir það fé, sem öll ríki heims hafa eytt
til hernaðarmála síðastliðinn áratug, mætti koma upp 150 millj-
ónum húsa, þar sem mörg hundruð milljóna fólks gætu átt
heima og haft rúmt um sig.
Almenn og alger afvopnun myndi líka skapa algerlega nýja
möguleika á efnahagsaðstoð við lönd þau, sem orðin eru aftur
úr og þarfnast hjálpar þeirra landa, er lengra eru komin í
þróun. Jafnvel þótt ekki væri varið til slíkrar aðstoðar nema
litlu broti þess fjár, sem sparaðist við afvopnun stórveldanna,
gæti það valdið aldahvörfum í efnahagsþróun landa í Asíu,
Afríku og Suður-Ameríku.
Allar þær óeðlilegu hömlur á þróun alþjóðaviðskipta, sem
nú eiga sér stað, svo sem mismunun þjóða um verzlunar-
kjör, innflutningsbönn o. s. frv., myndu hverfa Iðnaður há-
þróaðra landa svo sem Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands
og Yestur-Þýzkalands, myndi loks fá tækifæri til að sinna stór-
felldum vörupöntunum frá öðrum löndum. Með fé því, er spar-
aðist við afvopnunina, mætti tryggja geysimikla atvinnuaukn-
ingu. Sú staðhæfing, að afvopnun myndi leiða af sér kreppu
eða afturför í efnahagslífi háþróuðustu auðvaldslandanna, hef-
ur því ekki við rök að styðjast.
Þegar ekkert ríki hefur framar tök á því að fara með ófriði
á hendur öðrum ríkjum, munu alþjóðasamskipti taka að færast
í horf trausts og trúnaðar. Tortryggni og ótti munu þverra, og
sérhver þjóð mun geta tekið að líta á allar aðrar sem góða
granna sína. Leiðir munu opnast til alþjóðasamvinnu á sviði
efnahagsmála, verzlunar og menningar. Þá mun sá varanlegi
friður, sem allar þjóðir þrá svo ákaflega, geta orðið að veru-
leika í fyrsta skipti sögunnar.
í þeirri fullvissu, að unnt sé og skylt að ná þessu mikilvæga
markmiði með sameinuðu átaki allra þeirra þjóða, er tekið