Réttur - 01.01.1959, Qupperneq 38
38
B É T T U R
MeS stofnun hernaðarsamtaka, sem umlykja svo að segja allan
heiminn grá fyrir járnum, hefur skapazt aðstaða, sem er þess
eðlis, aðj örlítill neisti, það er að segja atburður, er virzt gæti
smávægilegur og staðbundinn, gæti orðið til þess að hleypa heim-
inum í bál. Og þó að þetta harðsnúna kerfi hernaðarsamtaka sé
ekki ennþá orðið að virkri stríðsvél, þó að hemlarnir hafi til
þessa reynzt fullvirkir, er ekki til nein trygging þess, að svo muni
reynast um alla framtíð.
Aldrei áður hafa eins mörg ríki og eins mikill fjöldi manna
dregizt inn í hringiðu hernaðarundirbúningsins sem nú. Tugir
milljóna eru undir vopnum, og sé þar við bætt öllum þeim fjölda
sem starfar að vopnaframleiðslu, hernaðarvísindum og öðru því,
er varðar birgingu hersveitanna og alla þjónustu við þær, þá
kemur í ljós, að þeir skipta hundruðum milljóna, sem hrifnir
hafa verið frá friðsamlegri iðju til slíkra starfa. Gífurlegu magni
mannlegrar orku, þekkingar, hugvits og kunnáttu er þannig sóað
í botnlausa hít herbúnaðarins.
Inn í vígbúnaðarkeppnina hafa verið dregin ýmis lönd, sem eru
eftmahagslega vanfær um að bera byrðar hennar og eru auk
þess í bráðri hættu hernaðariega hennar vegna. Herstöðvar í
annarra þjóða löndum og vopnað setulið í þúsunda kílómetra
fjarlægð frá heimalandi sínu eru áþreifanlegar sannanir um
þetta.
Sú staðreynd, að sum ríki hlaða upp birgðum gereyðingarvopna
og færa flugstöðvar sínar, flotastöðvar og eldflaugastöðvar nær
og nær landamærum annarra ríkja, neyðir ríki þau, sem þannig
er ógnað, til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja
sjálfum sér öryggi og þjóðum sínum skilyrði til að njóta friðar.
Ráðstjórnarrikin og öll hin sósíalísku ríkin, svo og mörg önnur
friðsamleg ríki æskja þess allshugar að mega beina öllu efna-
hagskerfi sínu og fjármagni að friðsamlegum störfum í því
skyni að skapa þjóðum sínum allsnægtir fæðis, klæða og hús-
næðis. En eins og nú er högum háttað, geta þau ekki einbeitt
allri orku sinni að þessum hlutum án þess að tefla í hættu lífs-
hagsmunum þjóða sinna og jafnvel sjálfri tilveru þeirra. Víg-
búnaður annarrar fylkingar neyðir hina til slíks sama. Magn
gereyðingarvopna eykst, og jafnframt eykst hætta á því, að
ósköpin dynji yfir
Kjarnroku- og vetnissprengjur eru nú ekki aðeins geymdar
í vandlega leyndum vopnabúrum Herflugvélar sveima nú að
staðaldri með slíkar sprengjur innanborðs yfir mörgum löndum
Vesturl-Evrópu. Sú staðreynd er meira að segja að skapast, að
ekki þyrfti ákvörðun ríkisstjórnar til, að hleypt yrði af þessum