Réttur - 01.01.1959, Page 44
44
R É T T U R
efnum myndi hraða framförum í vísindum, taekni og efnahags-
málefnum sérhvers lands og allra landa sameiginlega.
Ef öll ríki tækju sig saman og legðu fram nægilegt fé til að
hefja allsherjarsókn á hendur slíkum mannkynsóvini sem krabba-
meininu svo og öðrum sjúkdómum, sem enn reynist torvelt að
ráða við, þá myndi ekki líða á iöngu, áður en sigur ynnist á þeim
vettvangi. Almenn afvopnun myndi skapa skilyrði slíkrar sam-
vinnu í heilbrigðismálum.
Einn ávinningur hins aukna trúnaðar ríkja í milli, er leiða
myndi af almennri og algerri afvopnun, yrði sá, að alþjóða-
verzlun myndi blómgast mjög. Þær óeðlilegu hömlur á þróun
þessarar verzlunar, sem ýmis ríki halda nú uppi, svo sem mis-
munun þjóða um viðskiptakjör, innflutningsbönn o.s.frv., myndu
detta úr sögunni. Iðnaður landa slíkra sem Bandaríkjanna, Bret-
iands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands myndi loks eiga þess
kost að hagnýta sér þá miklu möguleika, sem fyrir hendi eru um
að fullnægja stórum vörupöntunum frá ýmsum löndum. Milli-
rikjaverzlun á grunvelli gagnkvæmra hagsmuna myndi hafa
hagstæð áhrif á efnahagslíf hlutaðeigandi landa.
Almenn og alger afvopnun myndi enn fremur skapa alveg ný
skilyrði til stuðnings við þau lönd, sem enn eru vanþróuð í
efnahagstilliti og þarfnast aðstoðar af hendi þeirra landa, sem
lengra eru komin. Jafnvel þó að til slíks stuðnings væri ekki
varið nema litlum hluta þeirra fjármuna, er spöruðust við það,
að stórveldin felldu niður hernaðarútgjöld sín, gæti það róðið
aldahvörfum í efnahagsþróun Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.
I þessu efni má nægja að minna á eftirfarandi dæmi:
Aswan-stíflan i Nílarfljóti í egypzka hluta Arabalýðveldisins
og aflstöðin við hana er sennilega mesta mannvirki, er í hefur
verið ráðizt í nokkru hinna vanþróuðu landa Afríku og Asíu.
Ef almenn og alger afvopnun kæmist á og hin háþróuðu iðnaðar-
lönd verðu svo sem 10 hundraðshlutum þess fjár, er við það
sparaðist, til efnahagsaðstoðar við vanþróuðu löndin, myndu
tvö stórveldanna, Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin, geta reist
fyrir sitt tillag mörg slík mannvirki ár hvert.
Bein hernaðarútgjöld Atlanzhafsbandalagsins eins árið 1958
námu 60 milljörðum (60 þúsund milljónum) dollara. Tíundi
hluti þessarar upphæðar myndi nægja til að reisa tíu eða
jafnvel fleiri málmvinnslustöðvar eins og þær, sem nú er ver-
ið að koma á fót í Indlandi.
Slíkir eru möguleikar á því að styðja að eflingu efnahagslífs
hinna vanþróuðu landa fyrir það fé, er sparast myndi við