Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 48
48
R É T T U E
Leggja skal niður liermálaráðuneyti, herforingjaráð og hvers
kyns hernaðarleg og hálfhernaðarleg samtök og stofnanir.
Taka 'skal fyrir hvers konar herþjálfun og liðsskráningu. Upp-
eldi æskulýðs í anda hernaðarstefnunnar skal lögbannað.
Hvert ríki skal, samkvæmt sinni stjórnarskrá, staðfesta lög
um afnám hvers kyns herþjónustu, hvort sem um er að ræða
herskyldu, sjálfboðaþjónustu, útboð eða annað herþjónustuform,
svo og um bann við endurupptöku hennar, hvort sem er í opin-
berri eða dulbúinni mynd hemaðarlegra eða hálfhemaðarlegra
stofnana eða samtaka.
Tekið sé fyrir hvers konar fjárveitingar til hermála, hvort
sem er af hálfu ríkis eða almennra samtaka. Fjármunir þeir,
er skapast við framkvæmd almennrar og algerrar afvopnunar,
tikkilu notaðir til þess að lækka eða afnema að fullu skatta á
lilmenningi, til að ,'efla þjóðarbúskap hvers lands og til efna-
hagslegrar og tæknilegrar aðstoðar við vanþróuð lönd.
Til þess að tryggja framkvæmd þeirra ráðstafana um almenna
og algera afvopnun, er lögleiddar hefðu verið, skal sett á
laggirnar alþjóðaeftirlitsstofnun. Valdssvið hennar um eftirlit
og gæzlu skal hverju sinni við það miðað, hversu fram vind-
ur um afvopnunina.
Eftir fullnaðarframkvæmd almennrar og algerrar afvopnun-
ar, siem verður að fela í sér afnám herafla í sérhverri mynd
og ónýtingi^ allra Vopnategunda að meðtöldum öllum múg
morðstækjum (kjarnorku-, eldflauga, eitur og sýklavopnum),
skal þessi alþjóðaeftirlitsstofnun eiga opna leið að öllum þeim
starfssvjðum, ;er eftirliti er ætlað að ná til.
Gæzlustofnuninni skal heimilt að efna til eftirlits úr lofti og
fíugmyndatöku yfir landssvæði hvaða ríkis, er vera skal.
Meðan stendur á framkvæmd þessarar áætlunar um almenna
og olgera afvopnun og allt til þess, er allur her hefur verið
afnuminn að fullu, skulu ríkin halda því hlutfalli mismunandi
greina herafla síns, sem átti sér stað, þegar afvopnunarsátt-
máljnn gekk í gildi.
Áætlunin um almenna og algera afvopnun skal framkvæmd
af sérhverju ríki algerlega samkvæmt tímaákvörðun sáttmál-
ans, og íramkvæmdinni má ekki fresta né setja henni nein
skilyrði önnur en þau, sem tiltekin eru í sáttmálanum sjálf'
um.
Til að gera við því, að ríki skyldi brjóta gegn sáttmálanum
eða reyna að fara í kring um hann, ætti hann að hafa að geyma
ákvæði þess efnis, að sérhverju broti gegn honum skyldi vísað