Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 52
52
R É T T U R
„Við höfum fregnir af nýjum tilskipunum; nú er kátt með
generálum og kauphallarspekúlöntum. Franskir hermenn, sem
hafa í snatri verið dubbaðir upp í Marokkóbúa, sækja fram til
Fetza. Ef Spánverjar krefjast þess, þá verður þeim líka gefinn
biti. Ef Þjóðverjar halda fast við kröfur sínar þá verður þeim
ekki synjað heldur, þótt slíkt brjóti í bága við franska pólitík
yfirleitt. Ef Marokkóbúar hefja uppreisn, verða þeir brytjaðir
niður”...
Jaurés sá margt fyrir. Arið 1898 skrifar hann: „Bandaríkin hafa
innlimað Havaieyjar, beint eða óbeint eru þeir að hrifsa til sín
Filipseyjar og Kúbu, þau veita veldi auðmagnsins fullan fram-
gang og efla um leið herstyrk sinn... Nú hljóta þau að mynda
fastaher úr þeim áhlaupasveitum, sem þau hafa komið sér upp-
Eins og allsstaðar annarsstaðar er kapítalismi Ameríku árásar-
gjarn, herskár og stefnir óhjákvæmilega að beinum mílitarisma.
Bandaríkin munu ráða æ meiru um örlög heimsins.. Annarsvegar
Bandaríkin, hinsvegar allar þjóðir aðrar."
Jaurés var myrmr rétt fyrir fyrri heimstyrjöld, en þegar fimmt-
án árum áður spáir hann sem svo: „I fyrsta sinn nú getur komið
til heimsstríðs, sem tæki til allra meginlanda. Utþensla kapítal-
ismans margfaldar vígsvæðin: reikistjarna vor mun gjörvöll lit-
ast blóði... I stað árekstra milli ríkja eru að koma átök milh
heilla heimshluta; þyngstu björg plánetu vorrar, sjálf iður hnatt-
arins munu bifast við umsvif kapítalismans, hinn innri logi hans
mun bylta um heimsálfunum og þeyta þeim hverri á aðra." Það
er næstum því ótrúlegt, að þetta skuli vera skrifað áður en
sprengjunni var varpað í Hírosíma, áður en smíðaðar voru lang-
drægar eldflaugar, að þetta skuli vera skrifað á þeim sælu tím-
um, þegar Frakkar álim hina nýuppfundnu 75-mm hríðskota-
byssu vera „djöfullegt vopn", þegar fyrsta flugvélin hafði fallið
á jörð niður eftir 300 metra flug, þegar Einstein var aðeins ung-
ur stúdent.
Arið 1900 hvetur Jaurés til stofnunar alþjóðlegra friðarsam-
taka: „Það er brýnasta og göfugasta verkefni vort, að sósíalistar
stofni Friðarsamtök Evrópu með stuðningi allra góðviljaðra
manna, sem eru, þótt þeir séu ekki um allt sammála sósíalistum,