Réttur - 01.01.1959, Page 62
62
R É T T U K
fjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Vestmannaeyjum
og einnig fulltrúar frá Landssambandi íslenzkra útvegs-
manna, Alþýðusambandi íslands og Fiskifélagi Islands.
Annar hliðstæður fundur var haldinn 8. apríl 1957 með
fulltrúum frá Suð-Vesturlandi. Á fundum þessum komu
fram ýmsar tillögur um aðgerðir í landhelgismálum, og
sjónarmið hinna einstöku landshluta voru skýrð og rædd.
Eftir þessar umræður var síðan unnið að því að ganga frá
ýmsum tillögum sem fram höfðu komið um breyting-
ar á grunnlínum, um stækkun landhelginnar í 12 mílur
og um sérstök svæði utan 12 míinanna þar sem til mála
kæmi að framkvæma tímabundna friðun. Um miðjan apríl
1957 sendi Alþýðubandalagið hinum stjórnarflokkunum
ýtarlega greinargerð um málið, ásamt sundurliðuðum til-
lögum og uppdráttum og lagði áherzlu á að efnislegar
samningaviðræður yrðu þegar hafnar milli stjórnarflokk-
anna, til þess að sem fyrst yrði unnt að komast að sameig-
inlegri niðurstöðu um framkvæmdir. Engar gagntillögur
bárust frá hinum flokkunum og þeir fengust ekki til að
láta uppi skoðanir sínar um það hvernig framkvæmdurn
skyldi háttað. 26. júní 1957 sendi sjávarútvegsmálaráð-
herra hinum ráðherrunum enn ýtarlega greinargerð um
landhelgismálið, bar fram formlega tillögu um að ráðizt
yrði í stækkun og lagði ríka áherzlu á að flokkarnir þyrftu
nú þegar að vinna sameiginlega að lausn málsins og taka
ákvarðanir um það hvernig að því skyldi staðið. Enn sem
fyrr höfðu hinir stjórnarflokkarnir engar málefnalegar til-
lögur fram að færa en lögðu sifellt ríkari áherzlu á það að
Islendingar frestuðu enn aðgerðum sínum og ákvörðunum
frarn yfir haflagaráðstefnuna í Genf. Hafði Hans G. And-
ersen lagt þá frestun til er hann var kvaddur til viðræðna
við ríkisstjórnina vorið 1957; tók Guðmundur I. Guð-
mundsson utanríkisráðherra mjög undir þá afstöðu. Al-
þýðubandalagið mótmælti því hins vegar eindregið að mál-
inu yrði enn frestað um ótiltekinn tíma, opnu og óútkljáðu,
og gerði það að skilyrði að ríkisstjórnin ákvæði hvernig