Réttur - 01.01.1959, Page 63
R É T T U R
63
hún ætlaði sér að haga framkvæmdum. Eftir veruleg átök
tókst loks um það samkomulag og var staðfest skriflega
miðjan október að landhelgin skyldi stækkuð þegar
aö Genfarfundinum loknum hverjar svo sem niðurstöður
hans yrðu. Var birt svohljóðandi yfirlýsing á Alþingi um
ftiálið:
,.Ríkisstjórnin hfeur þegar komið sér saman um með-
ferð landhelgismálsins og mun gefa út um það yfirlýs-
ingu á þeim tima sem hún telur bezt fallinn fyrir fram-
gang málsins."
Innan ríkisstjórnarinnar var samkomulagið hinsvegar
staðfest með svohljóðandi yfirlýsingu Hermanns Jónas-
sonar forsætisráðherra:
,,1 framanrituðu felst það, að Framsóknarflokkurinn
samþykkir að færa út landhelgislínuna þegar eftir að
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur lokið störfum, —
enda verði henni ekki frestað um lengri tíma •— og verði
útfærslan þá samkvæmt því sem um semst milli stjórn-
arflokkanna. Verði ráðstefnunni frestað um lengri tíma
verði ekki beðið með útfærslu línunnar eftir því að hún
Ijúki störfum."
Ráðherrar Alþýðuflokksins skuldbundu sig á sama hátt.
^eð þessum formlega samningi stjórnarflokkanna var
l°kið fyrsta áfanga landhelgismálsins, sett höfðu verið á-
^veðin tímatakmörk í fyrsta skipti.
Gerðar voru tilraunir til þess að reyna að fá Sjálfstæð-
lsflokkinn til þess að taka þátt í ákvörðunum um land-
^algismálið, en það mistókst. Ráðamenn hans lýstu ýmist
yfir því að þeir gætu ekki fjallað um málið nema fýrir
laegi skýr stefna ríkisstjórnarinnar, eða þeir sögðust ekki
geta skipt sér af málinu þar sem ríkisstjórnin hefði þegrar
fekið ákvarðanir um stefnu sína! Var augljóst að foryjstu-
^enn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki stuðla að allsherjar-
Samstöðu um landhelgismálið, heldur ætluðu þeir sér að
h°ta það örlagamál einnig í átökunum við ríkisstjórnina,
°g kom það enn skýrar fram síðar.