Réttur - 01.01.1959, Page 67
5 É T
T U R
67
fiskveiðitakmörk verði gefin. út strax að lokinni Genfar-
raðstefnu.“ 28. apríl — daginn sem ráðstefnunni lauk —
kallaði sjávarútvegsmálaráðherra svo saman fund í land-
^elgisnefndinni og lagði þar fram endanlegar tillögur um
st®kkun landhelginnar.
I þessum tillögum var lagt til að fiskveiðilandhelgin yrði
staekkuð í 12 mílur, og fylgdi þeirri tillögu þessi athuga-
semd:
„I þessiun áfanga þykir mér rétt að binda útfærslu
landhelginnar við 12 mílur frá grunnlínu. Þótt vitað sé
að á nokkrum stöðum er brýn þörf á meiri útfærslu, að
minnsta kosti á vissum árstímum, og ég telji að í fram-
tíðinni eigi að gera ráðstafanir til að tryggja bátaflot-
anum á þeim stöðum sérréttindi einnig utan 12 mílna
beltisins, þá lít ég svo á að ekki sé heppilegt að stíga
það skref alveg samhliða hinni almennu landhelgis-
stækkun, til þess að veikja í engu aðstöðu íslendinga i
hugsanlegum deilum við erlenda aðila um það mál á
fyrstu mánuðum hinnar nýju reglugerðar."
f annan stað lagði Lúðvík Jósepsson fram þá aðaltillögu
ai® grunnlínum yrði breytt, þannig að teknir yrðu af hlykk-
*r þeir sem Ólafur Thors lét draga 1952. En fengist ekki
samstaða um hana flutti Lúðvík þá varatillögu að grunn-
*'uur yrðu óbreyttar. Fylgdi þessum tillögum svohljóðandi
athugasemd:
,,Ég tel aðaltillöguna æskilegri. Hún ákveður nokkru
meiri stækkun landhelginnar en varatillagan og nær til
veiðisvæða sem Islendingum væri mikils virði að hafa
einkarétt til að nýta. Hún er í samræmi við rökstuðning
sem Islendingar hafa áður flutt fyrir rétti sínum til
grunnlínuákvarðana á alþjóðavettvangi. Ef landhelgin
yrði ákveðin eftir grunnlínureglu aðaltillögunnar yrði
landhelgislínan beinni og auðveldari í vörzlu en ella. —
Þótt ég telji varatillöguna nokkru lakari en aðaltillög-
una svo sem áður er lýst, þá álít ég þó að eftir að komið
er í 12 mílna landhelgi þá sé ekki frágangssök að halda