Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 70
70
réttub
Ósamhljóða frásagnir um ráðherrafund
Utanríkisráðherrafundur Atlanzhafsbandalagsins var
haldinn fyrir luktum dyrum, þannig að vitneskju uxn
það sem þar gerðist er aðeins að fá í hlerunum blaða-
manna og frásögnum Guðmundar 1. Guðmundssonar. Eins
og áður er getið sagði Guðmundur 1. Guðmundsson áður en
hann fór að landhelgismálið yrði alls ekki rætt. Málið var
engu að síður tekið fyrir á fundinum 7. maí; gaf Gylfi Þ-
Gíslason svofellda skýringu á því í viðtali við fréttastofu
ríkisútvarpsins daginn eftir: „Hann átti í morgun símtal
við Guðmund 1. Guðmundsson, og það sem gerðist var það,
að Bretar tóku málið upp á lokuðum ráðherrafundi í gær'
morgun og Guðmundur 1. Guðmundsson utanríkisráðherra
gerði þá grein fyrir stefnu fslands í málinu.“ f ræðu 1-
september 1958 skýrði Guðmundur hinsvegar þannig frá
þessum atburðum: „Áður en ráðherrafundur Atlanzhafs-
bandalagsins, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 7.—9.
maí hófst, óskaði ég eftir því við framkvæmdastjóra þess
að skýra fyrir bandalaginu viðhorf og fyrirætlanir fslands J
Iandhelgismálinu. Var þcssari ósk fullnægt.“
f þessum frásögnum hefur auðsjáanlega einhvern tíma
verið sagt ósatt, og fleira er dularfullt í sambandi við
þennan fund og það sem ráðherrarnir ræddu sín á milli um
landhelgismálið. Þannig sagði málgagn utanríkisráðherr-
ans, Alþýðublaðið, frá því í skeyti frá Kaupmannahöfn
8. maí „að Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra
hafi stungið upp á að kölluð verði saman sérstök ráðstefna
NATO-landa við norðanvert Norður-Atlanzhaf til þess að
reyna að finna lausn á málinu. . . góðar heimildir telja,
að hugsanlegt sé, að félagar íslands í NATO muni geta
veitt íslandi ýmsa hjálp, er geti gert landið minna háð
fiskveiðum. Sagt er að skoðanir Breta séu í samræmi við
skoðanir NATO, þar eð vaxandi viðskipti íslands við Sov-
étríkin munu hafa valdið áhyggjum meðal NATO-landa.“