Réttur - 01.01.1959, Page 73
B É T T U R
73
Sama dag sendu ráðherrar Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins — án samráðs við ráðherra Alþýðubanda-
lagsins — Henrik Sv. Björnssyni skeyti, þar sem þeir
spurðu um mat hans á því hvort jákvæð niðurstaða yrði af
samningaviðræðunum í Genf. 15 maí barst skeyti frá Hen-
rik þar sem hann taldi líkur á að samningar myndu geta
tekizt, ef Atlanzhafsbandalagsríkin fengju sérréttindi til
að veiða upp að sex mílna mörkum um 3—4 ára skeið;
hins vegar kvað hann tveggja mánaða samningaviðræður
óhjákvæmilegar til þess að ganga úr skugga um það hvort
slíkt samkomulag gæti tekizt.
Ríkisstjórnarfundir voru haldnir daglega um þessar
mundir, formlegir og óformlegir, og þegar ráðherrar Al-
þýðubandalagsins fréttu um samningamakkið í París mót-
mæltu þeir því eindregið, lýstu yfir því að samningar um
landhelgismálið kæmu ekki til greina og kröfðust þess að
þegar yrði staðið við fyrri samninga stjórnarflokkanna.
16. maí var enn haldinn fundur í ríkisstjórninni, og að hon-
um loknum ræddu forsætisráðherra, utanrikisráðherra og
sjávarútvegsmálaráðherra við fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólaf Thors, Sigurð Bjarnason og Magnús Jónsson.
Að þeim fundi loknum var algerlega ljóst hver afstaða
flokkanna var:
Sjálfstæðisflokkurinn taldi rétt að halda áfram ,,að
ræða við vinaþjóðimar".
Alþýðuflokkurinn hafði sömu afstöðu.
Framsóknarflokkurinn kvaðst andvígur samningum um
landhelgismálið en sagðist vilja bíða eftir niðurstöðum af
viðræðunum í París.
Alþýðubandalagið krafðist þess að þegar yrði tekin end-
anleg ákvörðun um málið.
Mótmæli og áskoranir
Landhelgismálið var auðvitað ekki aðeins í höndum for-
ustumanna stjórnmálaflokkanna, öll þjóðin vissi nú að