Réttur - 01.01.1959, Side 74
74
r É T T U R
alvarleg átök áttu sér stað. Ýmsir aðilar beittu sér mjög
fyrir því að tryggja erlendum togurum veiðiréttindi áfram
á grunnmiðunum umhverfis landið, og höfðu sig þar mest
í frammi ýmsir forustumenn togaraútgerðarinnar á Islandi,
Jón Axel Pétursson, Kjartan Thors og Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri. Sem dæmi um það hvernig slíkum mönnum
var innanbrjósts skal þess getið að 29. apríl — daginn
eftir að fulltrúar Alþýðubandalagsins lögðu fram í land-
helgisnefndinni hina formlegu tillögu sína um stækkun
landhelginnar í 12 mílur — komu þeir inn í dagblaðið Vísi
forustugrein þar sem ráðizt var með tryllingslegu orð-
bragði gegn stækkun landhelginnar. Þar sagði svo:
„Kommúnistar munu sem sé ætla að leggja til, að ls-
lendingar steypi sér út í ævintýri á sviði landhelgismál-
anna, sem gæti orðið mjög hættulegt. Menn skulu vita
það að á næstu vikum munu kommúnistar gerast tals-
menn þeirrar stefnu, að Islendingum sé allt fært í land-
helgismálinu, án þess að hirða um það hvort þjóðin telur
skref kommúnista hyggilegt eða líklegt til sigurs. Menn
verða að muna, þegar kommúnistar tala og reyna að
telja mönnum trú um, að þeir séu ættjarðarvinir og hafi
einungis hagsmuni Islendinga í huga, að þeir eru einka-
vinir, skólabræður og félagar Kadars hins ungverska og
annarra þvílíkra griðníðinga og svikara. Þeir gerast
ævinlega svikarar, ef þeir fá fyrirmæli um það austan
úr Moskvu, og þeir setja aldrei hagsmuni Islendinga
ofar, ef þeir vita, að hagsmunir heimskommúnismans
fara í bága við íslenzka hagsmuni."
Þannig skrifaði Vísir í nokkra daga á eftir, en þess skal
getið að síðan gerbreytti blaðið um afstöðu og hefur verið
afdráttarlausast í stuðningi sínum við „ævintýri komm-
únista“ af öllum málgögnum Sjálfstæðisflokksins.
Jafnhliða þessum ofstækisfullu tilraunum íslenzkra að-
ila til að koma í veg fyrir stækkun landhelginnar fóru full-
trúar Atlanzhafsbandalagsríkjanna hér á landi hamförum
og reyndu að beita áhrifiun sínum hvar sem þeir gátu. 12.