Réttur - 01.01.1959, Page 83
R É T T U R
83
Reglugerð undirrituð —
stjórnarslitum hótað
Þennan sama dag, 21. maí, iindirritaði Lúðvík Jósepsson
hina nýju reglugerð og sendi hana forsætisráðherra. For-
sætisráðherra krafðist þess hins vegar að reglugerðin yrði
ekki lögformlega birt. Lýsti hann yfir því að ef reglugerð-
in yrði lögformlega birt myndi hann neyðast til að biðj-
ast lausnar annað hvort fyrir Lúðvík Jósepsson sjávarút-
vegsmálaráðherra cinan eða allt ráðuneyti sitt, þar sem
Sjálfstæðisflolíkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu neitað
að standa að reglugerðinni og hún hefði þannig eltki fylgi
meirihluta Alþingis. Varð það að samkomulagi að gera
enn lokatilraun til að beygja Alþýðuflokkinn til fylgis við
það að þegar yrði tekin ákvörðun um stækkun landhelg-
innar.
Þar sem Alþýðuflokkurinn hafði einkum borið fyrir sig
að hann væri ósamþykkur ákvæðum reglugerðarinnar um
grunnlínur og veiðar íslenzku togaranna, var skorað á
ráðamenn flokksins að leggja fram tillögur sínar um þau
atriði og lýstu bæði ráðherrar Alþýðubandalagsins og
Pramsóknarflokksins yfir því að þeir væru reiðubúnir til
tafarlausra samninga um þær tillögur. Ráðamenn Alþýðu-
flokksins fengust samt ekki til að gera nokkra grein fyrir
stefnu sinni, heldur héldu fast við að efnisatriði reglugerð-
arinnar skyldu vera óákveðin allt til 30. júní. Tilboðunum
um tafarlausa samninga um tillögur Alþýðuflokksins fylgdi
Lúðvík Jósepsson eftir með svohljóðandi bréfi sem hann
sendi ráðherrum Alþýðuflokksins og Framsóknar að kvöldi
hins 21. man
,,Ég vil hér með staðfesta þá yfirlýsingu mína, sem
ég gaf á ríkisstjórnarfundi síðdegis í dag, að ég væri
lus til þess að breyta reglugerðaruppkasti mínu um
fiskveiðalandhelgi Islands þannig:
1. Grunnlínur yrðu færri og lengri þannig að sneiðar