Réttur - 01.01.1959, Page 86
86
BKTTUS
30. júní. Lauk fundinum með því að forsætisráðherra lýsti
yfir því að hann myndi boða ríkisráðsfund kl. 10 næsta
morgun og tilkynna stjórnarslit.
Seint um kvöldið var ákveðið að gera lokatilraun til að
neyða Alþýðuflokkinn til að gera skýra grein fyrir afstöðu
sinni. Ráðherrar Alþýðubandalagsins sendu forsætisráð-
herra svohljóðandi orðsendingu:
„Ráðherrar Alþýðubandalagsins óska þess, að for-
sætisráðherra kanni hjá ráðherrum Alþýðuflokksins
hvort grundvöllur er til samkomulags, ef Alþýðubanda-
lagið samþykkir öll skilyrði Alþýðuflokksins, að því
einu tilskildu að engin efnisatriði (svo sem t. d. um
veiðiréttindi erlendra skipa innan fiskveiðilandhelginn-
ar) yrðu tekin í reglugerð þá, sem lögformlega yrði
gefin út 30. júnl n.k., önnur en þau, sem fólgin yrðu i
samkomulagi sem nú yrði gert.
En öll þessi efnisatriði yrðu birt þjóðinni.
Ef fullnaðarsamkomulag næst um málið verður ekki
önnur reglugerð birt en sú sem samið er um.“
Forsætisráðherra féllst á að kanna þetta.
Með þessu var Alþýðuflokknum boðið sjálfdæmi um þau
atriði sem hann þóttist hafa sérstakan áhuga á. Alþýðu-
bandalagið bauðst til að fallast fyrirfram á tillögur þær
sem hann kynni að vilja flytja um grunnlínur og veiðar
íslenzkra togskipa. Eina skilyrðið var það að samið yrði
um öll atriði nú þegar og samkomulagið birt opinberlega,
þannig að hvorki væri heimild né ráðrúm til nokkurra
samninga við erlenda aðila.
Nokkrum mínútum áður. ..
Næsta morgun, 23. maí, var ríkisráðsfundi þeim sem
fyrirhugaður hafði verið frestað til kl. 5 síðdegis, og fréttir
bárust af því að Alþýðuflokkurinn væri nú mjög uggandi
um sinn hag.
Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsmálaráðherra fól skrif-