Réttur - 01.01.1959, Page 90
90
R É T T U R
tsland úr tengslum við vestrænar þjóðir, að sprengja
samvinnu Islendinga við þær. Þess vegna skyldu þeir
vinna að því öllum árum að gera kröfur íslendinga í
landhelgismálinu sem f jarlægastar vilja og áliti þeirra
— og framar öllu öðru, ef fslendingar yrðu sammála um
fyllstu kröfur, að framkvæmd þeirra og framsetning
yrði sem bolalegust. . . Þeir stöðvuðu framhaldsumræð-
ur um efnahagsmálin fyrir hálfum mánuði. Síðan hafa
þau verið í strandi á alþingi. Jafnframt settu þeir fram
kröfur um framsetningu á viljayfirlýsingu fslendinga í
landhelgismálinu, sem fyrst og fremst voru miðaðar við
það að móðga á hinn freklegasta hátt þær þjóðir sem
við deilum við um þessi mál. . . En eitt hefur unnizt,
það, að enn ein sönnun hefur fengizt fyrir því, að það
er ekki hægt að vinna með kommúnistum. Það eru ekki
nema þrír starfshæfir stjórnmálaflokkar á alþingi."
„Hneykslanlegt og íurðulegt athæíi''
Með þvílíku hugarfari og slíku orðbragði fagnaði Al-
þýðublaðið mikilvægustu ákvörðun sem tekin hefur verið
í sjálfstæðismálum Islendinga eftir að lýðveldi var endur-
reist. Og ekki urðu viðbrögð Morgunblaðsins geðslegri.
Það birti fréttina um samkomulag stjórnarflokkanna undir
fyrirsögunni: „Stjórnin er orðin að algeru viðundri innan-
lands og utan“ og fagnaði 12 mílna landhelginni m. a. með
þessum orðum:
„Er hér um að ræða hneykslanlegt og furðulegt at-
hæfi af hálfu ríkisstjórnarinnar. öll þjóðin hefur horft
upp á hið niðurlægjandi háttarlag stjórnarinnar með ör-
lagaríkasta utanríkismál hennar í heila viku. . . En
hin úrræðalausa og sundurþykka vinstri stjóm hefur
aðeins keypt sér gálgafrest með afturgöngu sinni. Hún
byggir ekki starf sitt á neinni sameiginlegri stefnu í
örlagaríkustu málum þjóðarinnar. Hún á enga sameig-
inlega stefnu, aðeins hentistefnu valdabraskaranna, sem