Réttur - 01.01.1959, Page 97
EÍTTUR
97
ur sem er hreinasta og svartasta lýgi ef við segjum
hann. Ja, þetta er auðvitað á allra vitund. Til góðs eða
ills hafa þeir stýrt förinni, til góðs eða ills, og til ills frá
mínu sjónarmiði. Ég veit vel að ýmsir í rUdsstjórninni
hafa viljað annað, en hér gildir enginn vilji samanbor-
ið við verkin.“
Og enn sagði Ólafur Thors á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins 12. marz 1959 um landhelgismálið:
„Ég get ekki leynt óánægju minni út af aðgerðum
fyrrverandi stjómar I þessu máli. . . Verð ég að viður-
kenna, að oft hvarflar að mér, að ef utanríkisráðherra
væri fjandsamlegur vestrænu samstarfi, sem allir vita
að hann er ekki, þá þyrfti hann hreint ekki að blygðast
sín fyrir taflstöðuna.“
Fjölmörg slík ummæli mætti tilgreina. Nú síðast 1. maí
1959 hafði íhaldsmaðurinn Guðjón Sigurðsson formaður
Iðju þetta um landhelgismálið að segja í Morgunblaðinu:
Vinstristjórnin „klúðraði iandliclgismálinu að yfir-
lögðu ráði, svo að íslenzku sjómennimir eru verr settir
uú en áður.“
Athaínalaus utanríkisráðherra
Eftir að Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsmálaráðherra
hafði gefið út reglugerðina um stækkun landhelginnar í
12 mílur 30. júní voru næstu framkvæmdaatriði komin í
hendur utanríkisráðherra. Með samþykkt stjórnarflokk-
anna hafði honum verið falið þetta verkefni: „Tíminn
þangað til reglugerðin kemur til framkvæmda verður not-
aður til þess að vinna að skilningi og viðurkenningu á
réttmæti og nauðsyn stækkunarinnar."
Framkvæmdirnar á þessu sviði urðu hörmulega fátæk-
legar, og var engu líkara en utanríkisráðherrann væri
miður sín allt sumarið 1958. Eitt sjálfsagðasta verkefni
hans var að semja ýtarlega greinargerð handa útlend-
ingum, um slíka greinargerð var mjög mikið spurt af