Réttur - 01.01.1959, Page 98
98
B É T T U R
blaðamönnum og öðrum sem áhuga höfðu á málinu, og
sendiráðin sneru sér æ ofan í æ til utanríkisráðuneytisins
með beiðni um álitsgerð af Islands hálfu. En ráðherrann
sinnti ekki þessu mikilvæga verkefni, og það var ekki fyrr
en viku áður en stækkunin kom til framkvæmda að utanrík-
isráðuneytið sendi frá sér stuttort yfirlit handa útlending-
um — og var það raunar samið án tilverknaðar utanríkis-
ráðherra.
Áhugi útlendinga á aðgerðum okkar í landhelgismál-
inu birtist m. a. í því að hingað kom mikill f jöldi blaða-
manna frá Ameríku og Evrópu, og skiptu þeir mörgum
tugum síðustu vikurnar fyrir stækkunina. Sumir þessir
blaðamenn voru okkur vinsamlegir og sendu frá sér grein-
ar sem okkur voru hagstæðar, og allir höfðu þeir áhuga á
að geta sent fréttir um afstöðu íslenzkra ráðamanna. En
svo undarlega brá við að Guðmundur í. Guðmundsson utan-
ríkisráðherra neitaði gersamlega að ræða við þá, neitaði
að skýra sjónarmið og röksemdir Islendinga fyrir þeim að-
ilum sem höfðu manna mest tök á því að móta almenn-
ingsálitið. Það verkefni varð sjávarútvegsmálaráðherra
fyrst og fremst að taka að sér.
Islendingum bárust fjölmargar orðsendingar frá er-
lendum ríkisstjórnum vegna ákvörðunar sinnar um stækk-
un landhelginnar. Þannig bárust mótmæli frá Bretum 28.
maí og 3. júní, mótmæli frá Frökkum 13. júní og 2. júlí,
mótmæli frá Vesturþjóðverjum 10. júní, orðsendingar frá
Dönum og Svíum og ef til vill fleiri þjóðum. Orðsendingar
þessar voru liður í gagnsókninni gegn Islendingum og
þær þóttu allar blaðaefni erlendis. En svo undarlega brá við
að Guðmundur 1. Guðmundsson utanríkisráðherra kom
því ekki í verk að svara einni einustu þeirra; hann var
svo illa haldinn að hann treystist ekki til að svara ákænun
og hótunum erlendra stjómarvalda og lét sig engu skipta
þótt slík svör væru mjög gott tækifæri til að koma rök-
semdum okkar á framfæri í fréttum útvarps og blaða er-
lendis.