Réttur - 01.01.1959, Page 102
102
R É T T U B
„Það sem ég fyrst og fremst ámæli honum fyrir, og
er það þó ekki það eina, það er að hann skyldi ekki nota
þann rétt sem íslendingar höfðu til að færa fyrst og
fremst út grunnlínurnar, svo 12 mflur á eftir. Það vita
allir að útfærsla grunnlínunnar fagnaði miklu meira
fylgi á Genfarráðstefnunni heldur en 12 mflumar, og
það vita þar af leiðandi allir, að það sætti miklu minn'l
gagnrýni að grunnlínumar væm færðar út heldur en
12 mílna útfærslan sem líka er nauðsynleg."
Pormaður Sjálfstæðisflokksins taldi sem sé að Islend-
ingar hefðu átt að láta sér nægja grunnlínubreytingar og
auðvitað sex mílurnar sem Bretar buðu sjálfir, en láta 12
mílna stækkunina bíða þangað til einhverntíma „á eftir“.
Þarna er sem sé bandaríska tillagan enn á sveimi og sú
lausn sem Danir sviku síðar upp á Pæreyinga.
„Eina leiðin til samkomulags
í deilunni"
Alþýðubandalagið beitti sér eindregið gegn öllum þess-
um tilraunum til þess að skjóta landhelgismálinu til and-
stæðinga okkar, og afstaða Framsóknarflokksins var á
sömu lund. Utanríkisráðherra hafnaði hins vegar tillögu
Sjálfstæðisflokksins með þeim athyglisverða rökstuðningi
að hann hefði þegar framkvæmt hana: hann hefði lagt
málið fyrir utanríkisráðherrafund bandalagsins í Kaup-
mannaliöfn í maí, og síðan hefði fulltrúi hans í fastaráði
bandalagsins, Hans G. Andersen, átt í stöðugum viðræð-
um um landhelgismálið.
Ekki gaf utanríkisráðherra ráðherrum Alþýðubanda-
laksins nokkra skýrslu um þetta samningamakk, en vitað
var að hann hafði mjög náið samband við ráðamenn Sjálf-
stæðisflokksins. Brezk blöð skýrðu á sínum tíma allýtar-
lega frá þessum viðræðum og hafa eflaust haft góðar
heimildir. Kom það fram í frásögnum þeirra að enn var
það bandaríska tillagan um sex mílna landhelgi sem var til