Réttur - 01.01.1959, Page 106
106
R É T T U B
Arásin á Islendinga
Stækkun landhelginnar kom til framkvæmda kl. 12 á
miðnætti aðfaranótt 1. september 1958. Nokkrum tímum
áður fluttu allar þjóðir togara sína út fyrir 12 mílna
mörkin — nema Bretar. Þeir hófu í staðinn vopnaða árás
á Islendinga, stærsta ríki Atlanzhafsbandalagsins í Evr-
ópu réðst á það minnsta og braut um leið á freklegasta hátt
alþjóðalög og stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Hér verður
saga hinnar brezku árásar ekki rakin — hún er efni í
heila bók — enda eru þeir atburðir allir íslendingum í
fersku minni og verða geymdir í íslenzkri sögu. Mörg þús-
und brot hafa verið skráð af landhelgisgæzlunni, tugir full-
kominna brezkra herskipa, mannaðir þúsundum vel þjálf-
aðra hermanna, hafa verndað lögbrjótana, og aftur og aft-
ur hafa yfirmenn þeirra lýst því yfir að ekki yrði hikað við
að skjóta litlu íslenzku varðskipin í kaf ef til átaka kæmi.
Margsinnis hafa verið gerðar tilraunir til þess að sigla á
íslenzku varðskipin eða fyrir þau, íslenzkir varðskipsmenn
hafa verið teknir með ofbeldi við skyldustörf sín og hald-
ið sem föngum í brezku herskipi.
Með öllum þessum aðgerðum hafa Bretar verið að aug-
iýsa vald sitt og reyna að sannfæra Islendinga um það að
landhelgisbaráttan væri vonlaus, eina skynsamlega úrræð-
ið væri að semja við brezku stjórnina á vegum Atlanzhafs-
bandalagsins. Þetta hefur verið eini tilgangurinn með á-
rásinni, því veiðar hafa gengið mjög illa við þessar aðstæð-
ur og afli brezkra togara á Islandsmiðum hefur aðeins
verið litið brot af því sem áður tíðkaðist. Enda er það svo
að þrátt fyrir ,,verndarsvæði“ Breta, sem svo eru kölluð,
hafa níu tíundu hlutar hinnar nýju landhelgi að staðaldri
verið lausir við ágang erlendra skipa.