Réttur - 01.01.1959, Page 107
R É T T TJ R
107
Einhuga þióð
Hverjar vonir sem Bretar kunna að hafa gert sér um
íslenzka stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka mættu þeir
einhuga þjóð er þeir gerðu hemaðarárás sína á Island. Því
aðeins hafði Alþýðubandalaginu tekizt að knýja fram
stækkun landhelginnar að þjóðin öll krafðist þeirra að-
gerða, og sá vilji birtist í heitri og einbeittri samstöðu allra
Islendinga dagana kringum 1. september. Ekki mun fjarri
sanni að allur þorri félagssamtaka á Islandi hafi gert á-
lyktanir um að aldrei skyldi hvikað frá hinni nýju land-
helgi. 27. ágúst — þremur dögum áður en stækkunin kom
til framkvæmda — gerðu félög útvegsmanna, skipstjóra og
stýrimanna á Akranesi eftirminnilega samþykkt og skor-
uðu „alvarlega á ríkisstjórnina að hopa hvergi frá settu
marki“; bentu þau á að hér dveldist „varnarlið", og ef
það stæði ekki við samningsbundnar skuldbindingar sín-
ar „myndi slíkt fyrirbæri að sjálfsögðu ærið tilefni til
nýrrar athugunar á afstöðu vorri til Atlanzhafsbandalags-
ins.“ Bæjarstjórnir, verklýðsfélög, kvenfélög, ungmenna-
félög, bændafélög — hvaðanæva að bárust hliðstæðar sam-
þykktir, alvarlegar og einarðar. 4. september boðaði Full-
trúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík til útifundar til að
mótmæla árás Breta og lýsa óhvikulum stuðningi við
stækkun landhelginnar; talaði þar einn ræðumaður frá
hverjum stjórnmálaflokki. Var þetta stærsti og eftir-
minnilegasti útifundur sem haldinn hefur verið í Reykjavík
og samþykkti hann mjög afdráttarlausa ályktun: „Skorar
fundurinn á íslenzku ríkisstjómina að setjast ekki að
samningaborði með Bretum um fiskveiðilögsögu Islands,
en krefjast fullra bóta úr hendi brezkra stjórnarvalda fyr-
ir þau óhæfuverk sem unnin hafa verið og framin kunna
að verða í íslenzkri landhelgi í skjóli brezkra herskipa."
Einn ræðumanna á fundinum lýsti samstöðu þjóðarinnar
þessa örlagaríku daga með svofelldum orðum: