Réttur - 01.01.1959, Síða 108
108
RÉTTVH
„Þeir atburðir sem gerzt hafa undanfarna daga eru
vissulega alvarlegir. En það hefur einnig verið ánægju-
legt að vera Islendingur þessa daga, hluti af þjóð sem þor-
ir að treysta á rétt sinn og framtíð, hversu ófrýnilegt
sem það vald er sem att er gegn okkur. Víst erum við
þrætugjarnir, og víst deilum við harkalega um stór mál
og smá, en þessa daga hefur sannazt, að þegar heiður
okkar er í veði, þegar um sjálfa framtíð okkar er að
tefla, getum við staðið saman sem einn maður. Það er þessi
samheldni, þessi heilbrigði þjóðarmetnaður, sem gerir fá-
mennri þjóð kleift að lifa og starfa og berjast til sigurs,
og þeir eiginleikar mega aldrei bregðast okkur. Ef enginn
Eslendingur skerst úr leik, ef enginn lætur bugast af hót-
unum eða gengst upp við fagurmæli, er okkur vís sigur í
landhelgismálinu, og með slíkum sigri erum við að stækka
bæði landið og þjóðina. Við hvikum ekki hársbreidd frá
12 mílna línunni okkar. Við semjum ekki við Breta — við
sigrum þá.“
Einhuga samstaða Islendinga gerði það lokls að verkum
að hin neikvæðu skrif hurfu um sinn úr Morgunblað-
inu og Alþýðublaðinu, og dagana eftir 1. september mót-
mæltu þau blöð einnig harðlega ofbeldisverkum Breta og
eggjuðu þjóðina til samstöðu gegn árásarríkinu.
Utanríkisráðherra pukrast enn
En til voru þeir menn í valdamiklum stöðum sem ekki
völdu sér rúm í einhuga fylkingu þjóðar sinnar. Um miðj-
an september átti að hefjast allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna og þar átti að ræða um störf Genfarráðstefnunn-
ar og frekari tilraunir til að ná alþjóðasamkomulagi um
landhelgismál, auk þess sem einsætt var að Islendingum
bar að kæra brezku stjórnina fyrir freklegustu brot á
stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, en í henni segir svo:
„Allir meðlimir skulu í milliríkjaviðskiptum varast
hótanir um valdbeitingu eða beitingu valds gegn landa-