Réttur - 01.01.1959, Page 112
112
R É T T U R
sæmir. Kommúnistar óska einskis
framar en þess, að fallbyssurnar
fái að tala. Mesti happafengur,
sem kommúnistar gætu hlotið
væri það, ef skot úr enskri fall-
byssu hitti íslenzkan varðbát, Út
Morðhótanir Breta urðu málgögnum Sjálfstæðisflokks-
ins þannig tilefni til viðbjóðslegustu árása á landa sína;
brezk stjórnarvöld voru í rauninni tæpast ámælisverð,
þau voru aðeins að framkvæma ,,óskir“ þeirra íslendinga
sem neituðu að hvika frá rétti og heiðri þjóðar sinnar.
Og enn gerðist það 13. apríl í vor, að Sjálfstæðisflokk-
urinn notaði hliðstætt tilefni af hálfu Breta til að bera
enn fram tillögu sína um að skjóta landhelgismálinu til
Atlanzhafsbandalagsins, að vísu var það nú loks orðað
þannig að íslendingum bæri að ,,kæra Breta“.
Landhelgisqæzlan
Eftir að Bretar hófu innrás sína beið íslenzku varðskips-
mannanna mikilvægt og vandasamt verkefni, þar sem þeir
áttu fáir á litlum fleytum að etja kappi við heilan her
þjálfaðra hermanna á fullkomnum vígdrekum. Yfirleitt
hafa íslenzku varðskipsmennirnir unnið verk sín af miklum
myndarskap, einurð og karlmennsku, og þeir hafa hlotið
samhug og þakkir allrar þjóðarinnar. Hins vegar kom
fljótlega í ljós að yfirstjórn landhelgisgæzlunnar, dóms-
málaráðuneytið imdir forustu Hermanns Jónassonar og
síðar Friðjóns Skarphéðinssonar, átti erfitt með að móta
einarða og fasta stefnu.
Þótt við mikið ofurefli væri að etja hlaut það að verða
meginatriði í störfum landhelgisgæzlunnar að reyna að
hremma veiðiþjóf til þess að staðfesta hina nýju reglu-
gerð með dómi. Hinsvegar kom fljótt í ljós að yfirstjórn