Réttur - 01.01.1959, Page 119
R É T T U R
119
ir allar forsendur til þess að vamarliðið eða bandamenn
okkar sem slíkir láti málið til sín taka“. Ennfremur sagði
Bjarni:
,,En allar deilur eru leysanlegar, ef nægur vilji er fyr-
ir hendi og ef aðilarnir eru fúsir til þess að Iúta réttinum
og það verðum við vitanlega að gera ef við viljum vera
lýðræðis- og réttarþjóð. Og hvað getum við fslendingar,
minnstir allra þjóða, verið annað en lýðræðis- og rétt-
arþjóð? Við verðum að treysta réttinum ekki síður en
aðrir og hegða okkur samkvæmt því“.
Ekki skýrði ræðumaður það nánar hvaða „réttur“ það
væri, sem íslendingar hefðu ekki lotið, en yrðu nú að lúta
til að leysa deiluna.
Landsfundurinn gerði síðan ályktun um landhelgismál-
ið. Vakti það sérstaka athygli að í henni var ekki minnzt
einu orði á 12 mílna landhelgina, en kjami ályktunarinnar
hljóðaði svo:
„Landsfundurinn skorar á alla íslendinga að sýna,
þrátt fyrir mistök fyrrverandi ríkisstjórnar, algeran
einhug í málinu, láta ekki undan síga fyrir erlendu of-
beldi né sætta sig við minni fiskveiðilandhelgi en nú
hefur verið ákveðin, heldur sækja fram þar til lífshags-
munir þjóðarinnar em tryggðir.“
Með því að nefna ekki 12 mílur heldur hafa orðalagið
þannig að ekki megi „sætta sig við minni fiskveiðilandhelgi
en nú hefur verið ákveðin" eru ráðamenn Sjálfstæðis-
flokksins auðsjáanlega að bjóða heim þeim kosti að Iand-
helgisdeilan verði leyst með því að Bretar fái að veiða inn-
an 12 inílnanna á vissum svæðum gegn því að þeir heiti
því að veiða ekki utan 12 mílna markanna á öðrum svæð-
um.
Ráðin sem duga
En þótt stjómmálamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins héldu áfram að pukra og makka og hugsa um
L