Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 123
B É T T U R
123
við neinn aðila og ekki frá þeim hvikað hvaða ofbeldis-
verkum sem andstæðingar okkar beittu. Var þessi yfir-
lýsing að sjálfsögðu mjög mikilvæg — þótt Islendingar
viti það af sárri reynslu í sjálfstæðisbaráttu sinni að í slík-
um yfirlýsingum er því miður ekkert endanlegt hald.
Niðurlagsorð
Tilgangur þessarar greinar var sá að rekja í meginatriðum
átök þau sem orðið hafa um landhelgismálið milli stjórn-
málaflokkanna, en ýmsir þættir þeirrar sögu hafa ekki ver-
ið birtir opinberlega áður. Allir landsmenn eiga heimtingu
á að fá að vita nákvæmlega hvað gerðist í maí 1958 þegar
minnstu munaði að vinstristjórnin færi frá vegna ágrein-
ings um landhelgismálið, og ekkert er nauðsynlegra en að
allir Islendingar geri sér Ijóst hvar enn kunna að leyn-
ast veilur og hvernig við þeim beri að snúast.
Enginn ágreiningur getur orðið um það að það var verk
Alþýðubandalagsins að landhelgin var stækkuð í 12 míl-
ur undanþágulaust og að ekki var léð máls á neinum samn-
ingum við Breta og Atlanzhafsbandalagið. Alþýðubanda-
lagi setti í upphafi það skilyrði að stækkun landhelginnar
væri gerð að einu aðalatriðinu í stefnuyfirlýsingu vinstri-
stjómarinnar, síðan var málinu þokað áfram stig af
stigi af festu og einbeittni, fyrst gert skriflegt samkomulag
um tímasetningu, þá um dagsetningu og loks um öll fram-
kvæmdaatriði.
Átökin stöfuðu ekki af því að Alþýðubandalagið eitt
flokka gerði sér ljóst að með stækkun landhelginnar er
verið að búa í haginn fyrir alla framtíð íslenzku þjóð-
arinnar; segja má að um það mál séu svo til allir Islend-
ingar sammála, hverjar svo sem stjórnmálaskoðanir þeirra
eru. Átökin stöfuðu af hinu að sumir íslenzkir stjórn-
málamenn, einkanlega í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu-
flokknum, eru svo háðir svonefndri ,,vináttu“ sinni við
Breta, Bandaríkjamenn og Atlanzhafsbandalagið, að þeir