Réttur - 01.01.1959, Síða 134
134
B É T T U R
lega, en Marx og þó sérstaklega Engels vöruðu jafnan við þeirri
hættu. Til dæmis bendir Engels á það, að hvað snertir æðri stig
mannlegrar hugsunar — t.d. heimspekina — verða þau oft ekki
rakin beint og milliliðalaust til efnahagslífsins, heldur eru það
oft hinar pólitísku og lagalegu spegilmyndir þess, sem hvað
mest áhrif hafa.
Annað atriði, sem vert er að gefa gaum að, er það, að nýr
efnahagsgrundvöllur skapar ekki algjörlega nýjan hugmynda-
heim án alls sambands við hinn gamla, heldur verkar hann á
hann og breytir innihaldi hans, þó að gömul form séu oft varð-
veitt að nokkru leyti.
Oft heyrist marxismanum líka borið það á brýn, að hann
neiti öllum áhrifum þessara hugmynda á söguþróunina, þær séu
fyrir honum aðeins óvirkar spegilmyndir. Þetta er hin mesta
fjarstæða; marxistar hafa alltaf lagt áherzlu á, að hugmynda-
heimur mannanna gegni mikilvægu hlutverki og sé nauðsyn-
legur fyrir öll þjóðfélög. Engin yfirstétt hefur getað tryggt að-
stöðu sína til Iengdar með eintómu ofbeldi, hún verður líka
að beita fyrir sig blekkingum. Og engin byltingarhreyfing get-
ur borið árangur, nema hún skapi sér sjálfstætt hugmyndakerfi.
Þetta á ekki sízt við um verkalýðshreyfingu nútímans; eins og
Karl Marx hefur orðað það, „verður fræðikenningin að efnis-
legu valdi um leið og hún nær tökum á lýðnum":
Kenning marxismans um stéttargrundvöll allra hugmynda-
kerfa hefur löngum verið sem fleinn í holdi borgaralegra fræði-
manna. Framan af reyndu þeir eftir megni að afsanna hana ■—
auðvitað með meiri eða minni rangfærslum — en eftir því,
sem stéttabaráttan harðnaði og marxisminn tók að sanna yfir-
burði sína bæði í rannsókn og starfi, neyddust þeir til að taka
upp nýja baráttuaðferð. Gegn marxismanum tefldu þeir nú
svonefndri „þekkingarfélagsfræði" (Wissenssoziologie), en höf-
undar hennar eru Max Scheter og Karl Mannheim. Þeir féllust
á, að stéttabaráttan hefði haft mikil áhrif á þróun heimspekinn-
ar, en drógu af því þessa ályktun: Ef allar heimspekistefnur mót-
ast af stéttarhagsmunum gildir auðvitað hið sama um marx
ismann, þess vegna getur hann ekki gert kröfu til að kallast