Réttur - 01.01.1959, Síða 135
R É T T TJ R
135
vísindalegri heimsskoðun en hver önnur. Á þessum forsendum
var því svo gjarnan neitað, að til væri yfirleitt nokkur hlut-
lægur sannleikur; þ.e.a.s. dialektíkin varð að algerri afstæðis-
hyggju.
Hér er um hina mesru rökleysu að ræða. Ekkert hugmynda-
kerfi er algerlega afstætt, það hefur jafnan að geyma eitthvert
brot af sannleikanum. En það hefur verið sameiginlegt ein-
kenni allra yfirstétta, að þær hafa gert sér rangar hugmyndir
um ríkjandi þjóðfélag. Fyrir þeim var það ekki lögmálsbund-
inn áfangi í framþróun mannkynsins, heldur hið eina rétta
samfélag, réttlætt ýmist út frá guðlegri forsjón eða „mannlegu
eðli" — sem í rauninni var ekki annað en samnefnari þess þjóð-
félags, sem um var að ræða. Frá þessu hafa stafað öll hin
röngu atriði í hugmyndaheimi viðkomandi stétta. Og það hefur
raunar orðið að vera svo, þær hafa ekki getað varið yfirráð sín
öðru vísi en með blekkingum — sem jafnframt voru sjálfs-
blekkingar — sem breiddu yfir hið rétta eðli þeirra. Fyrir verka-
lýðsstétt nútímans er það hins vegar lífsnauðsyn að gera sér
fulla grein fyrir eðli þess þjóðfélags, sem hún býr við; að það
er hvorki guðlegs uppruna né óbreytanlegt af neinum öðrum
orsökum, heldur afsprengi framleiðsluaflanna á vissu þróunar-
stigi, sem hægt er að breyta — og sem er nauðsynlegt að breyta,
eigi mannkynið ekki að staðna á framfarabraut sinni. Þess
vegna getur fræðikenning verkalýðsins ekki haft nein not nf
blekkingum.
I fám orðum sagt: stéttarlegur mismunur hugmyndakerfa
stafar ekki af því, að sannleikurinn sé ekki til, heldur hinu, að
hann er mismunandi þægilegur fyrir ólíkar stéttir.