Réttur - 01.01.1959, Page 137
R É T T U R
137
Einar Sigurðsson milljónamæringnr heimtaði 22. marz
í Morgunblaðinu Fiskiðjuver ríkisins, Síldarverksmiðjurn-
ar, Tunnuverksmiðjuna og bæjarútgerðimar seldar „sam-
tökum útgerðarmanna“. Og ríkisstjórn Alþýðuflokksins
er þegar búin að selja Fiskiðjuverið og Eyjólfur Jóns-
son leggur svo ráðin á, hvernig Reykjavíkurbær skuli
selja Bæjarútgerðina — og bendir á aðferðirnar fyrir
fjárplógsmenn að ná þessum fyrirtækjum.
Róttæk alþýða Lslands, sameinuð í Alþýðubandalaginu,
og auðvald landsins með kaupránsflokkana þrjá í þjón-
ustu siimi takast nú á í þessum kosningum um hver
skuli vera grundvöllur efnahagslífsins á Islandi fram-
vegis og undir því hver hann er, eru öll önnur hags-
munamál þjóðarinnar komin.
Auðvaldið treystir því að þjóðin hafi gleymt hvemig
„óhefta einkaframtakið“ reyndist.
• GJALDÞROT „ÓHEFTA
EINKAFRAMTAKSINS“
Hið „frjálsa framtak" og „hin frjálsa samkeppni“
einkaauðvaldsins ríkti á Islandi 1918—42, — algerlega
óheft fyrrihluta þessa tímabils.
Þá var „jafnvægi í fjármálum“, „rétt gengisskráning“,
„frjáls verzlun" og engin verðbólga. Og þá vom launin
lág og fólkið fátækt, atvinnuleysi mikið og neyðin slík
að æska Islands í dag fær vart skilið hana. Þá voru
níðingsverk fátækraflutninganna enn í fullum gangi og
kaupkúgunin við atvinnuleysingjana ein bjargráð íhalds-
ins,
En hvaða ávöxt bar tímabil einkaauðvaldsins óhefta
fyrir þjóðfélagið og atvinnurekendur sjálfa?
Ávöxturinn var gjaldþrot og kreppa. Gjaldþrota fyrir-
tæki atvinnurekendanna lágu sem hráviði um land allt.
Sjálfir flúðu framtaksmennimir og skildu alþýðuna eft-
ir atvinnulausa í rústum einkaauðvaldsins. Alþýða Isa-