Réttur - 01.01.1959, Page 141
EÉTTUIi
141
• RÍKISVALDIÐ HEFUR VERIÐ
FÉSÝSLUFLOKKANNA
Fésýsluflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn,
hafa aldrei unað hag sínum vel að eiga að starfa á
grundvelli fullrar atvinnu og sæmilegra lífskjara allan
þennan tíma.
Þeir hafa allan þennan tíma verið að reyna að lækka
kaupið. Verkalýðurinn hefur orðið að heyja hverja kaup-
deiluna á fætur annari, aðeins til þess að reyna að halda í
horfinu. Og fésýsluflokkamir hafa svarað hverri kaup-
hækkun með skipulagðri verðbólgu, til þess að velta af sér
yfir á almenning afleiðingum kauphækkananna.
Fésýsluflokkarnir hafa líka alltaf verið að reyna að
stöðva þær framfarir, sem alþýðan hratt af stað. Þegar
Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn voru saman í helm-
ingaskiptastjórninni alræmdu 1950-—56, bættu þeir eng-
um togara við flotann, en keyptu 5000 bíla. Þetta er
þeirra forsjálni.
Þessir helmingaskiptaflokkar hófu líka þá iðju að
eyða þrjá landsfjórðunga með því að hafa helminga-
skipti um að reka fólkið með svipu atvinnuleysisins suð-
ur í drullupollana til dátanna á Miðnesheiði. Það var Um-
hyggja þeirra fyrir landsbyggðinni, þegar þeir fengu að
ráða einir.
Enn varð alþýðan að skerast í leikinn með Alþýðu-
bandalagi sínu í vinstri stjórninni 1956 til þess að afmá
atvinnuleysið í landsfjórðungunum þremur, byggja
atvinnulífið upp, sem helmingaskiptaflokkarnir höfðu
vanrækt, og tryggja fulla atvinnu handa öllmn með við-
skiptasamningunum miklu í austurveg.
En foringjar Framsóknarflokksins, — sem fórnað hafa
hugsjón samvinnustefnunnar fyrir olíugróða og svikið
vinstri stefnu fyrir hermang, — sprengdu þá vinstri
stjórn með því að heimta enn einu sinni kauplækkun af
verkalýðnum. Og þvínæst tóku þeir höndum saman við