Réttur - 01.01.1959, Side 142
142
EÉTTllB
Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn um að koma í
gegn kaupránslögunum 1. febrúar 1 vetur, •— stigu
fyrsta skrefið á þeirri ógæfubraut, sem þessir þrír flokk-
ar eru að leiða þjóðina inná.
Og þarmeð erum við komin að þeirri hættu, sem nú vof-
ir yfir allri alþýðu íslands:
• ALLSHERJARÁRÁS Á LlFSKJÖR
ALÞÝÐU í AÐSIGI
Með þessum kosningum, sem nú eiru háðar, leggýa
kaupránsflokkamir til allsherjaratlögu gegn þeim lífs-
kjörum sem alþýðan hefur búið við í 17 ár, gegn öllum
þeim réttindum, sem hún hefur aflað sé'r, og gegn þeim
áhrifum, sem hún hefur haft á íslenzkt þjóðfélag.
Allir kaupránsflokkarnir þrír eru sammála um að
binda kaupið í einni eða annarri mynd, og hindra alla
hækkun þess, }>ó vöruverð stígi, afnema raunvemlega
dýrtíðaruppbót samkvæmt vísitölu, — svifta launþeg-
ana flestum Jæim lífskjarabótum, sem þeir hafa fengið
síðan 1942.
Þessi þokkalega sámfylking kaupránsflokkanna, er líka
sammála um annað: Að gefa verzlunina frjálsa, losa auð-
valdið við öll opinber afskipti, gera það jafnvel líka
skatt- og útsvarsfrjálst.
Hver yrði afleiðingin af þeirri stefnu ef hún fær fylgi:
I fyrsta lagi: að innlima Island 1 kreppukerfi kapítal-
ismans og slíta viðskiptasamböndin við lönd sósíalism-
ans. — Þarmeð stöðvast hraðfrystihúsin um land allt
að meira eða minna leyti, því 2/3 framleiðslu þeirra
fara nú til sósíalistískra landa, og þar með heldur at-
vinnuleysið aftur innreið sína á íslandi.
1 öðru lagi: að gera gróðamyndun hjá auðmönnum að
eina tilgangi atvinnurekstrar á Islandi.
1 þriðja lagi: að opna Island fyrir innflutningi erlends