Réttur - 01.01.1959, Page 143
R É T T U R
143
auðmagns, sem myndi koma, ef búið væri að koma
launakjörunum niður á nýlendustig.
Þetta er stefna þess einkaauðvalds, sem ætlar að ger-
bylta grundvellinum frá 1942 og leiða aftur ófremdar-
ástand kreppu og atvinnuleysis yfir þjóðina.
En fésýslumenn kaupránsflokkanna láta sér ekki
nægja þetta.
Þeir ætla líka að sölsa undir sig öll fyrirtæki ríkis og
bæja, svo þeir verði einræðisherrar í íslenzkum atvinnu-
rekstri — og öll alþýða verði að þjóna gróðavon þeirra.
Ég lýsti kröfum þeirra í upphafi míns máls: Einar Sig-
urðsson og kumpánar vilja sem sé eignast allar bæjarút-
gerðir þjóðarinnar, fiskiðjuverin, áburðarverksmiðju,
sementsverksmiðju o.s.frv. og reka þau eingöngu með
gróða sinn fyrir augum.
Og hvemig haldið þið að blönku verðbólgubraskararn-
ir okkar ætli að borga þessi fyrirtæki?
Þeir ætla annaðhvort að láta flokkana sína, sem mis-
notað hafa ríkisbankana í helmingaskiftum hingað til,
lána sér úr þjóðbönkunum fé þjóðarinnar, til þess að rýja
með því þjóðina að eignum — eða þeir ætla að beita að-
feúðinni, sem Framsókn og Ihaldið ætluðu að nota til
þess að ná Áburðarverksmiðjunni endanlega af ríkinu
1953. Þessir fésýsluflokkar höfðu myndað 10 milljón
króna hlutafélög og Framsókn taldi það félag eiga verk-
smiðjuna, 200 milljóna króna eign. Síðan ætluðu þeir
1953 að selja einkaaðiljum hlutabréf ríkisins upp á 6
milljónir króna á nafnverði og þarmeð hefðu gæðingar
fésýsluflokkanna eignast 200 milljóna fyrirtæki fyrir 10
milljónir, ef ekki hefði komist upp um strákinn Tuma
og þeir heykst á þjófnaðinum.
En svona á að féfletta þjóðina nú, ef þið ekki haldið
vöku ykkar..
Launalækkun — atvinnuleysi — einræði gróðanianna
yfir íslenzku atvinnulífi — það verður hlutskipti þjóðar-
innar, ef kaupránsflokkarnir Isigra.