Réttur - 01.01.1959, Side 144
144
R É T T U B
En nú vill einhver spyrja:
Hvemig stendur á að einkaauðvaldið skuli vera svo
sterkt og frekt, að geta komið með svona kröfur nú,
eftir allt gjaldþrot þess fyrmm?
Því er til að svara:
Alþýðan hafði aldrei valdið, til að byggja ísland upp
eftir óstjórn einkaauðvaldsinis, nema taka kálfa þess •—
olíuhringana og aðra á gjöf, og ala þá vel. Þeir áttu
þrjá flokka, sem alþýðan varð að vinna til samstarfs á
víxl og heimtuðu allir eitthvað handa kálfunum sínum, •—
og máttu helst ekki heyra þjóðnýtingu nefnda. Og nú
launa gullkálfamir ofeldið; vilja nú éta frá alþýðunni
sjálfri launin, sem hún á að fá, og gleypa bestu eign-
irnar, sem öll þjóðin á.
Alþýðan hefur knúð opinberu afskiptin fram, en fé-
sýsluflokkarnir hafa í krafti sinna pólitísku valda ráðið
þeim afskiptum, markað þau soramarki gróðaspillingar
og helmingaskifta og gert þau þannig óvinsæl í augum
almennings.
• BRIMBRJÓTUR GEGN KREPPU
OG NEYÐ '
Islenzk alþýða!
1 sautján ár höfum við verið að reyma að hlaða flóð-
garð gegn fátækt og neyð. Flóðgarðurinn hefur verið
samsettur úr þrem efnum: 1) Þrótti verklýðssamtak-
anna, til að hnekkja öllum kaupránslögum og knýja fram
rétt verkalýðsins, — 2) fjölgun framleiðslutækja og sem
mestum opinberum rekstri þeirra, svo þau væm rekin
til að tryggja atvinnu handa fólkinu, og 3) viðskipta-
samböndunum við lönd sósíalismans, sem tryggt hafa ís-
lendingum atvinnuöryggi.
Við höfum reist þennan brimbrjót gegn atvinnuleysi og
kreppu með kröftum Sósíalistaflokksins, Alþýðubandalags-