Réttur - 01.01.1959, Side 145
R E T T U R
145
ins og verkalýðssamtakanna, þrátt fyrir vald fésýsluflokk-
anna allan tímann.
Með kaupránslögunum 1. febrúar hjó auðvaldið skarð
í varnargarðinn. Og af því það skarð var ekki fyllt í kosn-
ingunum í vor með kröftugum ósigri kaupránsflokkanna,
getur flóðbylgja launalækkana og atvinnuleysis skolazt inn
yfir landið, ef ekkert er að gert.
Allt afkomuöryggi alþýðuheimilanna er því í voða, ef
þið ekki áttið ykkur í tíma.
Og velferð þjóðarheildarinnar er líka í hættu.
Kaupránsflokkarnir þrír hafa undanfarinn áratug allir
gerzt hernámsflokkar, svikið af Islandi hlutleysi þess, of-
urselt erlendu hervaldi herstöðvar í landinu, teflt þannig
tilveru þjóðarinnar í tvísýnu. Svo undirgefnir gerðust
flokkar þessir Atlantshafsbandalaginu að jafnvel land-
helgismálið hefði ekki hafzt fram, nema af því að Alþýðu-
bandalagið var í ríkisstjórn og Lúðvík Jósepsson gat sett
reglugerðina um 12 mílna landhelgina, hvað sem þeir
sögðu.
Og þessir flokkar, sem enn hanga í hernaðarbandalagi
við brezku ræningjana, ætla nú að kóróna undirgefni sína
undir erlent vald með því að ofurselja efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðar vorrar.
Varnargarðurinn um velferð alþýðuheimilanna var líka
varnargarðurinn um ísland, um efnahagslegt sjálfstæði
vort, menningu og þjóðerni.
Ef þessi varnargarður er brotinn niður og Island inn-
limað þannig í kreppukerfi auðvaldslandanna í kringum
okkur, ef skattar og útisvör eru afnumin — eins og blekk-
ingameistararnir eru að telja almenningi trú um að eigi
að gera fyrir hann — og erlendum auðvaldsfyrirtækjum
tryggt þannig skatt- og útsvarsfrelsi hér, — þá mun flóð-
bylgja erlendrar samkeppni auðhringanna skola burtu
sjálfstæðu íslenzku efnahagslífi. — Stáliðnaðarverkfallið 5
Bandaríkjunum, sem staðið hefur í 100 daga gegn langauð-
ugustu gróðahringum heims, — með 4—5 milljónir at-