Réttur - 01.01.1959, Page 146
146
R É T T U R
i/innulaLLsra verkamanna í landinu — sýnir okkur hve ægi-
lega harða lífsbaráttu íslenzkir launþegar ættu í vændum,
ef það tækist að koma hér á hagkerfi að amerískum
hætti, eins og að er stefnt.
Ef það tækist að lækka áfram lífskjör launþega, eins og
byrjað er á, — þar til útlenda auðvaldinu findist það mátu-
legt handa sér, — þá myndu auðdrottnar Ameríku kló-
festa fossa vora og reisa erlenda stóriðju á rústum ís-
lenzks frelsis.
Það er þetta, sem kaupahéðnar Sjálfstæðisflokksins og
Forustumenn Framsóknar stefna nú þegar að.
Gegn þessu þarf þjóðin að rísa og fylkja sé'r um Alþýðu-
bandalagið, til þess að tryggja atvinnulegt öryggi og efna-
hagslegt sjálfstæði íslands.
En íslenzk alþýða, — þú heldur máske fyrst ég vara
þig svona við voða þeim, sem framtíðin ber í skauti, ef
3tigin væru víxlspor nú, — að þú skulir una við það ástand,
sem er, — láta þér lynda verðbólguna, sem valdhafarnir
leiða yfir þig, alla óstjórn auðvaldsins á þjóðarbúi voru.
Því fer fjarri.
Þvert á móti.
• GAGNSÓKN ALÞÝÐUNNAR
Það á að svara vægðarlausri árás milljónamæringanna á
lífsafkomu alþýðunnar og eignir þjóðarinnar með gagn-
sókn alþýðunnar.
Og það gerir Alþýðubandalagið.
Það svarar kröfum verðbólgubraskaranna um að af-
henda þeim eignir ríkis og bæja, — með því að heimta
þjóðnýtingu stærstu hraðfrystihúsa einkaaðila og ríkis-
verzlun með olíur og fleira.
Alþýðubandalagið svarar kröfu kaupahéðnanna um
stjórnleysi og kreppu með kröfunni um heildarstjóm á
þjóðarbúskapnum.
Og allur verkalýður Islands þarf að svara samsæri fé-