Réttur - 01.01.1959, Side 148
148
R É T T U R
Þjóð vor er of fámenn þjóð til þess að bruðla orku
sinni í innbyrðis samkeppni og sundrung. Vér Islendingar
erum ein smæsta þjóð heims, en eigum allra þjóða mest
afkomu vora undir erlendum mörkuðum. Til þess að stand-
ast í hinni hörðu baráttu á heimsmörkuðunum, verðum
vér að koma fram sem ein heild, sameina beztu krafta vora
að viti og velvilja, til þess að tryggja sem bezt afkomu
þjóðarinnar.
V!ið verðum að sameina í eitt allsherjar átak þjóðar-
innar allt framtak ríkis, bæja, samvinnufélaga og ein-
stakra atvinnurekenda til þess að lyfta því Grettistaki
að gera fátækt og skort endanlega útlægt af Islandi.
Vér íslendingar verðinn að halda saman, vinna saman,
eiga saman öll stærstu og voldugustu fyrirtæki þjóðar-
innar til þess að tryggja lýðræðið inn á við og þjóð-
frelsið út á við.
Stórsigur Alþýðubandalagsins er það eina, sem skapað
getur einingu þjóðarinnar, tryggt fullan sigur í land-
helgismálinu, knúð herinn burt, lagt grundvöll að batn-
andi lífskjörum almennings, komið á heildarstjórn á þjóð-
arbúskapnum og bjargað efnahagslegu sjálfstæði Islands.
Alþýðan vill frið, til að vinna að þessum verkefnum
þjóðarheildarinnar. En fésýsluvaldið með flokka sína
þrjá ræðst nú á lífskjör hennar og ætlar nú að sölsa undir
einræði sitt allt, sem verið hefur sameign þjóðarinnar.
íslenzk alþýða, með arf Islendingasagnanna í blóðinu,
minnug margra alda frelsisbaráttu forfeðranna gegn er-
lendri áþján, með lýsandi fordæmi hálfrar aldar alþýðu-
baráttu nú fyrir augum, — hún mun ekki gefast upp
þegar á hana er ráðist, hún mun ekki víkja. heldur
berjast — og berjast til sigurs. Og það má fésýsluvaldið
á íslandi muna, að íslenzkur verkalýður hefur hingað til
kunnað að velja sigursælan tíma til kaupbaráttu sinnar
og að það er auðvaldið sem hefur orðið undir í þeim
átökum, allt frá 1942 til 1955.