Réttur - 01.01.1959, Page 151
R É T T U R
151
Socialists). Maurice Cornforth
hefur áfiur verið nefndur í þess-
um þáttum, en hann hefur sam-
ið merkar bækur um heim-
spekileg efni frá marxisku sjón-
armiði. Þessi bók hans um
heimspeki fyrir sótsíalista er
líka ágætlega gerð, og mjög
skýr, miklu efni er þjappað
saman, en þó svo að auðskilið
er hverjum manni og mjög
læsilegt. Englendingar kunna
vel þá list að skrifa fyrir al-
menning, skemmtilega og fróð-
lega og þó afsláttarlaust. Því til
vitnis er líka önnur bók, nýút-
komin eftir John Lewis: Vís-
indi, trú og efahyggja (Science,
Faith and Scepticism). - Á John
Lewis hefur líka verið minnzt
áður í þessum þáttum og á
ýmsar bækur hans, og má geta
þess til viðbótar, að hann var
um langa hríð ritstjóri tímarits-
ins „Modern Quarterly,“ sem
ýmsir brezkir marxistar stóðu
að. í þessari bók sinni ræðir
Lewis þá spurningu, hvort okk-
ur sé nauðsyn að trúa á yfirskil-
vitleg máttarvöld og hvort við
eigum að öðrum kosti á engu
völ nema ófrjórri efahyggju.
Hann sýnir fram á, að vísindi
og húmanismi verði að vísa
okkur veginn fram á við ,og að
marxisminn, sem sameinar
þetta tvennt, sé öruggasti leið-
arsteinninn á þeirri vegferð.
Á.B.M.