Réttur


Réttur - 01.01.1960, Síða 2

Réttur - 01.01.1960, Síða 2
2 R E T T U R meginstefnu þess og örlög, án þess þjóðin hafi gert sér þess viðhlítandi grein. Erlendur fjáraustur, snöggar þjóðlífsbreytingar og spenna kalda stríðsins hafa sljógvað svo söguskyn hennar að hún virðist um sinn hafa glatað hæfileikanum til að koma auga á hættur nútíðar í ljósi fortíðar. Henni er því yfirleitt hulinn sá möguleiki að nú kunni að standa yfir ný sturlungaöld í landi. Samt er þetta svo. Lýðveldið er nú í sömu hættunni statt og þjóð- veldið forna fyrir sjö öldum. Og orsökin er hin sama: græðgi siðspilltra forusmmanna í fé og völd. Það sem ekki hvað sízt mun glepja sjón almennings er að hinar sögulegu staðreyndir gerast nú með nokkuð öðrum hætti en forð- um daga. Þá óðu innlendir höfðingjar með báli og brandi um landið þvert og endilangt og veittu alþýðu manna hinar hroða- legustu búsifjar. Nú hefur aftur á móti verið kallaður hingað erlendur her sem simr hér á friðstóli yfir vinmælum og launskrafi við innlenda höfðingja, jafnframt því sem hérvist hans hefur orðið almenningi meira eða minna hagsmunamál. Þetta er auðvitað ærinn yfirborðsmunur — og sízt til þess fallinn að skerpa vöku þjóðarinnar. En þrátt fyrir þennan mun eru eðliseinkennin hin sömu: utanstefnur innlendra valdsmanna, hingaðkomur erlendra legáta, þrotlaust samningamakk við hið framandi vald, bæði leynt og Ijóst. Hernaðarsamningarnir við ameríska stríðsgróðavaldið eru stórum ófrýnilegri en gamli sáttmálinn sem gerður var við norska konungsvaldið. Og enda þótt múmþágur og valdaþóf þessarar síðari sturlungaaldar sé sýnu kyrrlátara en brennur og vígaferli hinnar fyrri, er spilling sú sem grafið hefur um sig í núverandi valdakerfi þjóðfélagsins sízt betur kynjuð né hættuminni en þá. Svo víðtæk og djúptæk er þessi spilling að hún hefur náð að gegnsýra fjölda þeirra manna sem talizt hafa fulltrúar vinnu- stéttanna í landinu. Saga Alþýðuflokksins er þar skýlausasta dæm- ið. Sá flokkur var upphaflega myndaður af róttækasta hluta hinn- ar ungu verklýðshreyfingar í höfuðstaðnum með það fyrir augum að ryðja hér sósíalisma braut. Nú er hann orðinn forgengill komm- únistahatursins hér á landi og ein formyrkvaðasta pláneta ame- ríska stríðsgróðavaldsins. Hin herfilegu svik flokksforustunnar við málstað íslenzkrar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.