Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 3
R É T T U R
•*>
o
alþýðu voru endanlega staðfest með myndun núverandi ríkis-
stjórnar, en hún er fruntalegasta tilræðið við sjálfan lífsvöxt
lýðveldisins sem gert hefur verið til þessa. Stjórn þessi, sem sniðin
er að fyrirmælum vestræns auðhringakerfis, er í eðli sínu gagn-
byltingarstjórn. Henni er ætlað að ónýta þá byltingu í atvinnu-
málum og efnahagslífi þjóðarinnar sem íslenzkir sósíalistar hrundu
af stað með þátttöku sinni í nýsköpunarstjórninni og binda endi
á þá almennu velmegun sem hinni róttæku alþýðuhreyfingu
landsins tókst að skapa í krafti þeirrar miklu eftirsóknar eftir
vinnuafli sem landráðamúturnar og hermangið höfðu í för
með sér. Henni er í sem fæstum orðum sagt ætlað að endurreisa
kreppufonn millistríðsáranna og kippa þannig þjóðfélagsþró-
uninni nokkra áratugi aftur á bak.
Með óhvikulu fulltingi Alþýðuflokksins hefur ríkisstjórn þessi
þegar lögleitt „viðreisn" arðránsins í þeirri mynd sem vestrænu
legátarnir hafa fyrirskipað nýfasistadeild Sjálfstæðisflokksins að
móta hana. I fyrstu atrennu er „viðreisnin" í því fólgin að lög-
binda laun vinnustéttanna og velta síðan yfir þær ofsalegra dýr-
tíðarflóði en nokkur dæmi þekkjast áður til. Jafnframt er leit-
ast við að sætta fólk við tilræðið sem óhjákvæmileg örlög með
blygðunarlausum fölsunum á tölum og staðreyndum. En bak
við þessa frumárás felst víðtækari og langdrægari áætlun: við-
skiptaslit við alþýðulýðveldin í austri, framhaldstrygging ame-
rískrar hersetu, innrás erlendrar stóriðju. Lokamarkið er algert
frelsi einstaklingsframtaksins, hérlends sem þarlends, til að
gera auðlindir Islands og vinnuafl íslendinga að þrælbundnu
tæki í þjónustu vestrænna stríðsgróðabraskara og heimsvalda-
sinna.
En það er ekki einungis á hinum pólitíska vettvangi sem svika-
myllan er í fullum gangi. Einnig á sviði menningarmálanna
malar kvörn afsiðunarinnar dag og nótt. Þar er Alþýðuflokkur-
inn sömuleiðis í fremstu víglínu. Málgagn hans, Alþýðublaðið,
er einmitt orðið talandi tákn um þá andlegu niðurlægingu sem
þjóðinni er vísvitandi fyrirbúin. Aldrei hefur svívirða forheimsk-
unarinnar verið táknuð með þvílíku tröllaletri á Islandi. Að svo
miklu leyti sem þjóðmál eru þar rædd er það gert af þeirri kald-