Réttur


Réttur - 01.01.1960, Side 9

Réttur - 01.01.1960, Side 9
R E T T U R 9 merkingu, heldur yfirgnæfandi meirihluta þeirra manna, sem lifa á því að þiggja laun frá öðrum, opinberum aðilum jafnt sem einka- framtakinu. Þessar aðstæður verða skýrari með degi hverjum. Maður rekur sig beinlínis á þær. Það er ekki tilviljun að síðan um áramót er maður stöðvaður á götu nær daglega af ólíklegustu mönnum og spurður þessarar spurningar: HvaS œtliS þið komm- arnir aS geraP Þeir sem svo spyrja eru hreinræktaðir Sjálfstæðis- menn úr launastéttum, örvinglaðir Alþýðuflokksmenn og tvíráðir Framsóknarmenn. Já: Hvað ætla kommarnir að gera? Það er spurning hins íslenzka dags í dag. Það er hægur vandi að setja upp merkissvip og segja við þessa spurulu menn: ykkur var fjandans nær að kjósa Alþýðubandalag- ið, þá myndu ósköpin ekki dynja yfir ykkur! En við leysum ekki vandann með hrokagikkshætti og flokkslegum sjálfbirgingsskap. Við leysum hann aðeins með því að teygja til okkar hina mörgu verkamenn og launþega, sem þýðast hina borgaralegu flokka, gefa þeim nýja trú, nýja útsýn í íslenzka framtíð og binda svo endi á þá ósvinnu, að þúsundir verkamanna og launþega skuli við hverjar kosningar vera leiddir til slátrunar við kjörborð Sjálf- stæðisílokksins og annexíu hans. Við verðum að komast í jarð- samband við þetta fólk, við verðum að gera Sósíalistaflokkinn þannig úr garði, að hann geri sér ekki að góðu að leika sér að skeljum í fjöruborðinu, heldur fái siglt allan sjó. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að hér á Islandi hafa orðið meiri kynslóðaskipti en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. En hvergi hafa þessi kynslóðaskipti markað breiðara bil en í verka- lýðsstéttinni íslenzku. Þessi tvítuga kynslóð sem vaxið hefur úr grasi á síðari heimsstyrjöld og eftirstríðsárum fer sem óðast að skipa sér á vinnustaði hins íslenzka þjóðfélags, eftir hálfan annan áratug verður hún orðin allsráðandi í landinu. Það má með nokkr- um sanni segja, að framtíð flokks okkar verði undir því komin hvernig þessi nýja kynslóð snýst við stefnu og hugsjónum hans, hún ræður blátt áfram örlögum flokksins. Það er stundum sagt að núlifandi kynslóðir Islands skilji ekki mál hvor annarrar, svo ólík eru lífskjörin sem báðar kynslóðir hafa átt við að búa. Til þess að ráða fram úr þessum vanda hefur það jafnvel borið L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.