Réttur - 01.01.1960, Page 21
R E T T U B
21
að skammsýn og síngjörn yfirstétt getur af gáleysi eða græðgi
steypt því í ógæfu sem getur valdið þjóðinni langvinnum raunum
— eins og sagan sýnir.
Þess vegna er það lífsnauðsyn að flokkurinn sameinist allur um
skilning á því að samfylking alþýðunnar og samstarf við aðra aðila
um hagsmuni þjóðarheildarinnar eru réttar starfsaðferðir og styðji
þær í anda þeirrar tryggðar og víðsýni sem verið hefur aðal
flokksins alla tíð og einhver mesti styrkur hans.
V. Nœstu verkefni flokksins.
Á árinu 1959 verður slík breyting á valdakerfi og valdahlut-
föllum á Islandi, að skipt getur sköpum.
Framsóknarflokkurinn hafði árið 1927 byrjað að móta hið
borgaralega valdakerfi á Islandi í samræmi við hagsmuni sína
og að nokkru í andstöðu við meginhluta borgarastéttarinnar. Árið
1939 samdi Framsókn við auðmannastéttina um þetta valdakerfi
með myndun þjóðstjórnarinnar.
En árið 1942 hafði verkalýðurinn undir forustu Sósíalistaflokks-
ins aukið völd sín og áhrif svo mjög að nokkurt jafnvægi varð
milli höfuðstétta þjóðfélagsins, verkalýðs og borgarastéttar, og
hefir það ástand einkennt tímabilið eftir stríð, þrátt fyrir til-
raunir Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins til að raska því eftir
1949 m. a. fyrir áeggjan bandaríska auðvaldsins.
Á árunum 1956—1958 hafði Framsókn síðasta tækifæri sitt
sem sérréttindaflokkur til þess að láta valdakerfi sitt þjóna hags-
munum verkalýðs og bænda, þannig að það þróizt í áttina til
alþýðuvalda. Því tækifæri sleppti Framsóknarflokkurinn.
Það jafnvægi milli auðmannastéttar og verkalýðs sem að nokkru
hefur einkennt tímabilið að undanförnu olli jafnvægisleysi á efna-
hagssviðinu af því að hvorug stéttin hafði vald til þess að ráða
til fulls við þróun efnahagsmála. Borgarastéttin gat ekki ráðið
niðurlögum alþýðusamtakanna í verkföllum en gat beitt ríkisvald-
inu til skipulagðrar verðbólgu. Verkalýðurinn gat tryggt fram-
farir í atvinnumálum, skynsamleg viðskipti við sósíalistísku lönd-
in og sigrað í verkföllum, en gat ekki komið á festu í efnahags-