Réttur


Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 28
28 R É T T U B öll samtök til að bæta hag sinn eins og heitan eldinn.--Hver reynir af fremsta megni að skara eld að sinni köku og um leið frá náungans köku. Hver baukar sér og sveltur sér, ef til kemur." Og um sjómennina segir hann, að þeir séu engir eftirbátar iðnað- armanna í samtakaleysinu. Aðalsögupersónan í Tilhugalífi er iðnaðarmaður, Sveinn Arna- son, sem hefur nýlokið sveinsprófi í trésmíði. Að loknu prófi vill hann fara heim til foreldra sinna í sveitinni, þar sem hann er vantrúaður á, að hann fái nokkra vinnu í Reykjavík um vetur- inn. En unnusta hans, Sigga Olína fær hann til að hverfa frá þeirri ætlun sinni og freista gæfunnar í Reykjavík. En það tekst ekki betur en svo, að hann fær enga vinnu og lætur að lokum freistast til að stela kæfubelg til að seðja hungur sitt. Embættismenn og sjómenn eiga og þarna sína fulltrúa. Fulltrúi embættismanna er Sigurður Bjarnason. Hann hefur á sér yfirbragð manngæzkunnar, en afneitar henni, þegar á reynir. Fulltrúi sjó- manna er Þorvarður. Hann hefur á sér yfirbragð ráðvendninnar í augum samborgaranna, einkum hinna ríku, og hann kann að lúffa bæði fyrir þeim og Beru sinni, en hann kann líka þá list að hnupla sér bólfæri og blöndukút, án þess að mikið beri á, og stela undan af aflanum andvirði brennivíns, áður en hann afhendir hann Beru sinni. Sveinn er andstæða þessara manna. Hann er það sem hann er og vill vera það sem hann er: ráðvandur og heiðarlegur maður. Þegar hann ætlar að bjarga sér með þjófnaði, sem er andstæður eðli hans, kann hann ekki þá list. I Tilhugalífi er mikið af andstæðum og hárbeittum skeytum: ráðvendni Sveins — óráðvendni Þorvarðar, tryggð Sveins — óryggð Siggu Olínu, hið gjörólíka viðhorf Sigurðar Bjarnasonar til konu sinnar og barna og væntanlegrar konu og barna Sveins. Tilhugalíf er ádeilusaga og ádeilan beinist í ýmsar áttir að því, sem Gesti finnst miður fara í lífinu í Reykjavík. Helzm skeytin beinast að þessu: 1) Götubragnum í Reykjavík, sem Gestur minn- ist á í fyrirlestrinum. 2) Kjafthættinum í Reykjavík. Um hann er sérstakur kafli í sögunni (5. kafli). I fyrirlestrinum er þáttur um andlega aldingarðinn, slúðrið í bænum. 3) Gestur beinir hér skeytum sínum að giftingarsýki kvenfólksins og minnist einnig á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.