Réttur - 01.01.1960, Page 32
32
RíTTUR
því þjóðfélagi, sem þeir eru að gagnrýna. Og því ber ekki að
neita, að ólíkt meiri reisn er í málsókn Uglu. Sveinn er alveg á
valdi umhverfisins, en Ugla stendur ósveigjanleg gegn spilling-
unni og þeim óskapnaði, sem þjóðfélagið er í hennar augum.
Hún er fulltrúi íslenzkrar alþýðu, einlæg og sterk í viðleitni sinni
að lifa sjálfstæðu lífi af eigin rammleik. Hún getur orðið máttlaus
í hnjánum andspænis Búa Arland, en hún lætur ekki ginnast af
gylliboðum. I sögunni er hún að vísu fyrst og fremst kona, sem
reynir að varðveita sjálfstæði sitt gegn þjóðfélagi karlmannsins.
Hún vil hvorki vera kauplaus ambátt eins og konur hinna fátæku
né keypt maddama eins og konur hinna ríku, og þaðanaf síður
launuð hjákona; og ekki heldur fangi þess barns, sem mannfélagið
hefur svarið fyrir. En hlutur Uglu í sögunni verður meiri, ef
samskipti hennar og Búa Arlands eru ekki eingöngu skoðuð sem
samskipti karls og konu, sem krefst réttar síns af karlstéttarþjóð-
félagi, heldur jafnframt litið á hana sem fulltrúa alþýðu gegn
fulltrúa yfirstéttar. Það er hins vegar talandi tákn um þær breyt-
ingar, sem orðið hafa á lífinu í Reykjavík síðan á dögum Gests,
að konu skuli vera falið þetta hlutverk. Kynsystir þeirra Siggu
Olínu og Elínar Jófríðar veitir þeim þar með nokkra uppreisn, því
óneitanlega gerir Gestur hlut þeirra illan. Halldór fjallar hér
einnig um málefni, sem hann krufði allfast til mergjar í Vefaran-
um mikla frá Kasmír: Sjálfstæði konunnar gagnvart karlmann-
inum. Ugla er auk þess aðflutt til Reykjavíkur úr sveit. I henni
er frumkjarni af heilbrigðri íslenzkri þjóðarsál. Það getur skipt
höfuðmáli fyrir þróun íslenzkrar borgmenningar, að sá kjarni
varðveitist og eflist, en skemmist ekki af óhollum siðvenjum yfir-
stéttar eða breytist í botnfall í fátækrahverfum stórborgar.
't Elías Mar er ungur höfundur, sem einkum hefur helgað sig
skáldsagnagerð um vissa þætti lífsins í Reykjavík, einkum lífi
unga fólksins. Athyglisverðust af þeim sögum er án efa Vögguvísa,
sem kom út 1950. I henni er sögð saga unglinga á villigötum.
Hún er skrifuð af allmikilli íþrótt. Einkum leggur höfundur mikla
rækt við stílinn, svo að sagan verður skemmtileg aflestrar. Hún
dregur upp skýra mynd af því afsiðunarumhverfi, sem æskulýðn-
um er búið í höfuðborginni: siðspillandi kvikmyndum, brenni-